Er gerlegt að afnema þyngdaraflið?

Hvernig æfa geimfarar sig á þyngdarleysi áður en þeir fara út í geiminn? Er hægt að afnema þyngaraflið hér á jörðinni?

BIRT: 22/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þyngdaraflið virkar alls staðar á hnettinum og það er ekki hægt að afnema. Með vissum aðferðum er þó hægt að skapa aðstæður sem virka gegn því og upplifa þannig þyngdarleysi í skamma stund.

 

Mikið af þjálfun geimfara fer fram í vatnstönkum en þar eð geimbúningarnir eru fullir af lofti þannig að menn fljóta eins og korktappar, eru þeir þyngdir niður með blýlóðum.

 

Þar með næst visst jafnvægi og geimfararnir geta synt um í ástandi sem kemst nokkuð nálægt þyngdarleysi.

 

Raunverulegt þyngdarleysi er reyndar hægt að upplifa innan gufuhvolfsins í frjálsu falli en þá má segja að maður jafni þyngdaraflið út.

 

Stökkvi maður niður af stól er maður í þyngdarleysi það örstutta augnablik sem líður þar til maður lendir á gólfinu. Stökkvi maður úr mikilli hæð vinnur loftmótstaðan gegn þyngdarleysinu – en loftmótstöðuna er unnt að taka úr leik.

 

Við háskólann í Bremen í Þýskalandi er t.d. 120 metra hár, lofttæmdur fallturn þar sem menn rannsaka hvernig ýmsir hlutir hegða sér í nærri 5 sekúndna þyngdarleysi.

Í flugvél má líka ná þyngdarleysi. Við þjálfun geimfara stýrir þrautþjálfaður flugmaður flugvél endurtekið upp og niður.

 

Á niðurleiðinni fer vélin í frjálst fall og því ríkir þyngdarleysi innanborðs. Af tæknilegum ástæðum er þó ekki hægt að láta vélina falla lengur en í 20-30 sekúndur.

 

Á móti kemur að oft eru farnar 30 slíkar kollsteypur á dag og geimfararnir ná þá samtals allt að 10 mínútum í þyngdarleysi.

BIRT: 22/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is