Er hægt að framleiða köngulóarþráð?

Þræðir köngulóa eru bæði grannir og sterkir. Er hægt að verksmiðjuframleiða þetta efni og í hvað er hægt að nota það?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Spunakirtlar köngulóa eru afar öflugar efnaverksmiðjur.

 

Hér er fljótandi prótínum breytt í sterkar trefjar. Að auki fer þetta fram við lágt hitastig, undir litlum þrýstingi og vatn er notað sem leysiefni.

 

Trefjarnar verða yfirleitt léttar, teygjanlegar og sterkar. Þráðinn má strekkja um 40% án þess að hann slitni og togþolið er um fimmfalt á við stál.

 

Köngulóarþráður er sem sé alveg einstakt efni og margar tilraunir hafa verið gerðar til að líkja eftir því – enn sem komið er með takmörkuðum árangri, því erfitt er að líkja eftir ferlinu í rannsóknastofu.

 

Tekist hefur að spinna þræði sem minna nokkuð á köngulóarþræði en þeir eru ekki jafn sterkir og í flestum tilvikum tífalt þykkari en fyrirmyndin.

 

Í apríl 2008 tókst þýskum vísindamönnum við tækniháskólann í München t.d. að framleiða stutta þræði úr prótínblöndu úr bakteríum sem í höfðu verið grædd tvö gen úr könguló.

 

Verksmiðjuframleiddir köngulóarþræðir verða þegar þar að kemur notaðir á margvíslegan hátt. T.d. dæmis má notað þá í léttar en sterkar umbúðir, fallhlífar og til að sauma saman sár.

 

Hugsanlega kynnu þeir að nýtast í þunnar himnur í brunasellum og þar eð þeir geta dregið í sig mikla orku kynnu þeir að verða kjörið efni í líknarbelgi í bílum og skotheld vesti.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is