Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Í nýlegri bók setja enskir jarðfræðingar fram þá kenningu að Ísland sé efsti hluti sokkins meginlands og því ekki bara skapað af eldgosum.

BIRT: 07/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Kannski er Ísland ekki bara eldfjallaeyja heldur toppurinn á sokknu meginlandi. Þetta er niðurstaða jarðeðlisfræðingsins Gillian R. Foulger og félaga hennar hjá Durhamháskóla í Englandi í nýlegri bók.

 

Kenningin gæti skýrt hvers vegna jarðskorpan undir Íslandi er þykkari en hún ætti að vera ef landið hefði myndast í eldgosum.

 

Ísland er á mörkum tveggja jarðskorpufleka sem fjarlægjast hvor annan og því streymir heit hraunkvika upp úr djúpunum. Nýjar smáeyjar eiga til að reka kollinn upp úr sjávarborðinu undan ströndinni og því virðist kenningin um að landið sé allt tilkomið vegna eldgosa liggja beint við.

Surtsey reis úr hafi í nóvember 1963. Þessi mynd var tekin í lok nóvember það ár en gosið stóð fram í júní 1967.

Ein mikilsverð vísbending bendir þó í aðra átt – þá að Ísland sé í raun leifar af gömlu meginlandi.

 

Jarðskorpuflekarnir undir heimshöfunum eru víðast 6-7 km þykkir en undir meginlöndum er jarðskorpan þykkari, 35-70 km. Jarðskorpan undir Íslandi er um 40 km þykk og minnir því meira á skorpu undir meginlöndum en hafsbotni.

 

Jarðfræðingar hafa skýrt þetta með því að Ísland sé á svokölluðum heitum reit, þar sem mikil eldvirkni myndi nýja jarðskorpu mjög hratt.

 

Foulger telur þessa skýringu ekki standast, en segir jarðskorpuna einfaldlega of þykka til að hægt sé að skýra hana þannig.

Islandia náði yfir 600.000 ferkílómetra, eða sexfalda stærð Íslands

Hún telur að Ísland sé efsti hluti meginlands sem náði hafi yfir 600.000 ferkílómetra í Norður-Atlantshafi og kallar þetta sokkna land Íslandíu.

 

Foulger telur Íslandíu hafa verið hluta af risalandinu Pangeu, þar sem allt þurrlendi var samankomið þar til fyrir um 175 milljónum ára.

 

Þegar Evrópu og Ameríku tók að reka í sundur, sökk Íslandía í sæ og nú stendur aðeins Ísland upp úr.

 

Bresku vísindamennirnir vilja nú rannsaka jarðskorpuna undir Íslandi í leit að steinefnum sem gætu sannað hvort Íslandía hafi í rauninni verið til.

 

Reynist þessi meginlandskenning rétt væri það auðvitað áhugavert frá jarðfræðilegu sjónarhorni en yki um leið líkurnar á olíu- og gaslindum neðansjávar kringum landið.

BIRT: 07/07/2023

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Howell Williams/NOAA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is