Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Vísindamenn vara við mögulegum hamförum en undirstrika jafnframt þörf fyrir ítarlegri rannsóknir áður en hægt sé að slá nokkru föstu.

BIRT: 31/03/2024

Austur af stórborginni Napólí á suðurhluta Ítalíu er hið sögufræga eldfjall Vesúvíus sem gróf borgina Pompei undir öskulag árið 79.

 

En sé farið um miðborgina í Napólí til vesturs, er komið að annarri eldstöð sem ekki hefur getið sér viðlíka frægð, Campi Flegrei.

 

Vesúvíus hefur verið fremur virkt eldfjall og gaus þrisvar á síðustu öld, síðast árið 1944. Campi Flegrei hefur hins vegar ekkert bært á sér síðan þar varð miðlungsstórt gos 1538.

 

Nafnið er komið úr forn-grísku og merkir „brennandi akrar“ og nú vara vísindamenn við því að mögulega gæti stórt eldgos verið skammt undan.

 

Campi Flegrei er talið til svonefndra ofureldstöðva en til að komast í þann flokk þarf einstakt gos að geta skilað meira en þúsund rúmkílómetrum af kviku.

 

Þessi eldstöð nær reyndar ekki alveg að uppfylla skilyrðið en stærsta eldgos þar var fyrir um 39.000 árum og var undir þeim mörkum, þótt ekki munaði miklu. Þetta var engu að síður gríðarlega öflugt gos.

 

Eftir samfellda hógværð í nærri 500 ár hefur land verið að rísa á svæðinu frá árinu 2005.

 

Vísindamenn frá University College í London og Jarðeðlis- og eldfjallastofnun Ítalíu hafa fylgst náið með þróuninni, m.a. með jarðskjálftamælum til að reyna að skapa sér hugmynd um hversu líklegt sé að gos sé framundan.

 

Sitthvað þykir benda til að jarðskorpan sé að gliðna undir Campi Flegrei.

 

„Jarðskorpan hefur veiklast og þar með orðið líklegri til að bresta sem eykur líkur á yfirvofandi gosi,“

 

segir aðalhöfundur rannsóknarinnar Christopher Kilburn, prófessor í jarðfræði við University College í London.

Campi Flegrei er staðsett 18 km vestur af miðbæ Napólí. Ofureldstöðin er umkringd meðalstórum úthverfum.

Vísindamennirnir undirstrika þó að niðurstöðurnar bendi ekki til þess að gos hefjist alveg á næstunni.

 

Sú gerjun sem þarna á sér stað undir yfirborðinu er helst talin geta stafað af kvikugasi sem komist hefur í jarðskorpuna á um þriggja kílómetra dýpi.

 

Glóandi gas þrýstir á

Jarðskorpan drekkur gasið í sig eins og sveppur með þeim afleiðingum að hún þenst út og veldur jarðskjálftum á yfirborði.

Gerðir eldstöðva – Fáðu yfirsýn yfir mismunandi gerðir eldfjalla og eldstöðva

Eldkeilur, eldhryggir og dyngjur. Eldfjöll og eldstöðvar eru margskonar og lögun þeirra ræðst oft af hraunkvikunni. Lifandi vísindi birta hér yfirlitságrip um allt það helsta sem gott er að vita.

Ef nægilega mikið gas nær að þenja skorpuna, getur hitinn og sá þrýstingur sem gasið færir með sér valdið því „þrýstingsmarki“ sem nægir til að rífa jarðskorpuna sundur og hleypa kvikunni sem þar leynist undir upp á yfirborðið.

 

Á talsvert miklu dýpi hefur gas og hraunkvika hægt og sígandi sveigt og veiklað jarðskorpuna allt síðan upp úr 1950 og styrkur hennar er nú álitinn aðeins þriðjungur þess sem hann var 1984, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Þannig slökkva ofureldstöðvar á sólinni

Mesta hættan sem stafar af ofureldstöðvum er vegna ösku og brennisteins sem geta beinlínis myrkvað himininn og lokað sólarljósið úti. Svo ofboðslegt stórgos getur lækkað hitastig á hnettinum árum saman.

1. Öskuský skyggir á sólina

Öskustrókur sem rís upp frá gosinu dreifist um himininn og myndar gríðarstórt ský sem lokar sólarbirtuna úti.

2. Háloftavindar dreifa brennisteinssýru

Brennisteinseindir mynda brennisteinssýru sem berst sem hárfínn úði upp í heiðhvolfið og dreifist um allan hnöttinn með háloftavindum.

3. Úðinn veldur kaldara loftslagi

Úðadroparnir spegla sólarljósinu aftur út í geiminn og meðalhiti á jörðinni getur lækkað um allt að 10 gráður.

Skyldi nú útkoman verða hin versta mögulega, þannig að þarna yrði eldgos á stærð við það sem varð fyrir 39.000 árum getur eldstöðin spúið bráðnum hraundropum og gasi alla leið upp í heiðhvolfið, valdið 33,5 metra háum flóðbylgjum og dreift frá sér tröllauknu skýi brennisteins og ösku, sem auk þess að drepa gróður og útrýma dýralífi á stóru svæði, gæti valdið margra ára vetri á hnettinum.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

© Google Maps. © Shutterstock. © Claus Lunau.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.