Læknisfræði

Farsóttarfræðingar þræða frumskógana

Lengst inni í frumskóginum í Kamerún eru vísindamenn í óðaönn að taka sýni úr leðurblökum, öpum og öðrum dýrum, í leit að nýjum veiruafbrigðum sem spáð geta fyrir um næsta heimsfaraldur.

BIRT: 16/06/2022

Vísindamenn frá CREMER stofnuninni eru búnir mótorhjólum og sverðum og fara í mánaðarlegar skoðunarferðir djúpt inn í frumskóga Kamerún. Ástæðan er að veiða og kryfja leðurblökur og safna apaskít.

 

Eftir að hafa náð í sýnin setja vísindamennirnir upp staðbundna bækistöð, kryfja dýrin og skrásetja allt. Sýnin eru svo send til höfuðborgar Kamerún, Yaoundé, og greind enn frekar.

 

Þótt einkennin séu mismunandi eiga allir helstu heimsfaraldrarnir það sameiginlegt að vera tengdir dýrum, það er að segja smitsjúkdómar sem hafa borist frá dýrum til manna.

 

Markmiðið er augljóst: Rannsóknarteymið rannsakar útbreiðslu veira og finnur ný veiruafbrigði svo hægt sé að vara við nógu tímanlega til að koma í veg fyrir nýjan heimsfaraldur.

VÍSINDAMENN VEIÐA LEÐURBLÖKUR Í SKJÓLI NÆTUR

Vísindateymið CREMER hefur sérhæft sig í að taka blóðprufur eða saursýni úr dýrum til þess að átta sig á veiruafbrigðum. Þegar nótt fellur á spenna vísindamennirnir út langt net sem notað er til að veiða í leðurblökur og taka úr þeim sýni, áður en þeim svo er sleppt lausum á nýjan leik.

KÓRÓNUVEIRUR ÞRÍFAST Í LEÐURBLÖKUM

Allt frá árinu 2016 hafa vísindamenn greint rösklega 200 ólíkar gerðir af kórónuveirum, auk hinna ýmsu gerða af þráðveirum (ebóla og Marburg) í leðurblökum. Sjö þessara veirutegunda hafa þegar borist í menn og þrjár þeirra hafa sýkt menn verulega.

VÍSINDAMENN TAKA SÝNI ÚRBRÁÐ VEIÐIMANNA

Litlar antílópur, svokallaðar kjarrantílópur, eru einnig taldar geta borið þráðveirur. Veiðimenn aðstoða við veiðar á dýrunum og vísindamenn taka síðan sýni úr dýrunum. Vísindafólkið kennir heimamönnum jafnframt hvernig forðast megi smit.

NÆLONSTRENGIR TIL HÖFUÐS LEÐURBLÖKUM

Minnstu leðurblökurnar eiga sér engrar undankomu auðið. Gríðarstórt net sem minnir einna helst á hörpu gerða úr nælonstrengjum, grípur leðurblökurnar á flugi. Úr netinu renna þær niður í eins konar léreftspoka þar sem vísindamennirnir hafa lítið fyrir að ná þeim.

HVÍTKLÆDDIR FÍNKEMBA NETAVEIÐINA

Vísindamenn í hvítum búningum með skurðstofugrímur stunda veiðar á leðurblökum. Starf þeirra felst í að greina hvort leðurblökurnar bera með sér ebólu, inflúensuafbrigði, mers-veiru, Marburg-veiru, covid-19 eða aðra lífshættulega sjúkdóma.

DÝRASKÍTUR LEYSIR RÁÐGÁTUR

Vísindamenn njóta aðstoðar afrískra pygmía við að rekja spor apanna. Leitin nær yfir 2.600 km2 stórt náttúruverndarsvæði í Campo Ma’an-þjóðgarðinum og stærð svæðisins gerir það að verkum að tekið getur nokkrar vikur að safna saursýnum úr 15 dýrum.

ÓLÖGLEGAR VEIÐAR HLUTI AF VÍSINDUNUM

Hreisturdýr, nagdýr og slöngur eru mikilvægur hluti af reynslubanka vísindamanna, jafnvel þótt veiðar á slíkum dýrum séu bannaðar. Sú staðreynd er líka ástæða þess að vísindamenn þegja yfir því hvar sýnin finnast.

SÝNI ERU VARÐVEITT Í RÚM 15 ÁR

Sýnin eru varðveitt í rúm 15 ár í blóðbanka í Yaoundé, höfuðborg Kamerún. Með því móti geta vísindamenn fylgst með þróun veiranna yfir tiltekið tímabil og borið eldri veirutegundir saman við þær nýfundnu.

MENN SMITUÐU GÓRILLUR AF COVID-19

Átta górillur eru hafðar í haldi í Mefou-þjóðgarðinum, þar sem fylgst er grannt með dýrunum, sökum þess að þau hafa smitast af covid-19. Dýr þessi sýna svo ekki verður um villst að maðurinn getur einnig borið smit í dýr og ógnað heilsu þeirra.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHRISTIAN ERIN-MADSEN

© Jean-François Lagrot,

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Sérhæfð líkamsstarfsemi er í umsjá fjölmargra mismunandi líffæra. Hvert um sig sér aðeins um fáein afmörkuð verkefni. En oft mynda tvö eða fleiri líffæri samstarfskerfi til að annast mjög flókin verkefni.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is