Alheimurinn

Fjársjóðsleið í geimnum: 5 smástirni verða gullnámur framtíðar 

Öll smástirni innihalda fleiri þung frumefni en skorpa jarðar. Þau svigna af gulli, silfri og platínum en geyma einnig efni sem verða mikilvæg fyrir framtíð okkar í geimförum. Hér eru fimm verðmætustu smástirnin og hvað þau geta nýst í.

BIRT: 28/01/2025

Smástirnabeltið milli Mars og Júpíters hefur að geyma ólýsanlega auð af frumefnum sem við eigum í erfiðleikum með að ná í nægjanlegu magni hér á jörðinni. Þetta á við um eðalmálma eins og gull, silfur og platínu, en einnig um margvísleg önnur efni sem við munum þurfa í framtíðinni.

 

Sum þeirra gætu verið þess virði að koma með til jarðar svo hægt sé að halda áfram að framleiða raftæki, sólarsellur, vindmyllur og rafbíla. Önnur efni verða mikilvæg þegar við tökum næstu skref út í geiminn og komum upp fjarlægum bækistöðvum og geimstöðvum.

 

Við vitum ekki nákvæma samsetningu frumefna á smástirnunum, en miðað við þekkingu stjörnufræðinga á hinum ýmsu smástirnagerðum hefur þýska greiningarfyrirtækið Statista birt lista yfir verðmætustu smástirnin.

 

Og ekki er verið að ræða lágar upphæðir. Verðmætasta smástirnið er milljón sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Bandaríkjanna.

 

Vatnsdælan 

Risasmástirni tekur verðlaunin 

Davida er eitt stærsta smástirnið í smástirnabeltinu sem á ríkan þátt í því að þýska greiningarfyrirtækið Statista telur Davida vera eitt það verðmætasta. Smástirnið er af svokallaðri C-gerð sem þýðir að það hefur mikið innihald af kolefni.

 

Eins og flest smástirni af þessari gerð er Davida á braut í ytri hluta smástirnabeltisins, þar sem það tekur það 5,6 ár að fara einn hring í kringum sólu. Auk verðmætra málma inniheldur Davida mikið magn af vatni og það ætti að auðvelda mögulega námuvinnslu. Vatnið má kljúfa í súrefni og vetni sem hægt er síðan að nýta sem eldflaugaeldsneyti til að flytja verðmæt hráefnin heim til jarðar. 

 

Verðmæti: 27 trilljónir dala.


Þvermál: 298 km.


Massi: 38.000.000 milljarðar tonna.

 

Litrófsgerð: C.

 

Verðmæt efni: Nikkel, járn, kóbalt, köfnunarefni, vetni, ammoníak, vatn og eðalmálmar.

 

Gullklumpurinn

Sjaldgæft smástirni, fullt af málmum 

Psyche er stærsta þekkta smástirnið af gerð M sem eru afar málmauðug smástirni. Einungis um 5% af þekktum smástirnum eru af þessari gerð og finnast jafnan í miðju smástirnabeltinu.

 

Psyche inniheldur líklega nikkel, járn og kóbalt ásamt eðalmálmum eins og platínu, palladíni, irridíni og gulli. Eðalmálmana má nýta í rafbúnað, t.d. farsíma. Kóbalt er notað í rafhlöður, t.d. fyrir rafbíla.

 

Psyche kann að vera kjarni fornrar plánetu sem hefur misst ytri lög sín eftir ótal árekstra í bernsku sólkerfisins. Rannsóknir á Psyche geta þannig veitt fræðimönnum nýja þekkingu um hvernig kjarni jarðar lítur út. 

 

Verðmæti: 10 trilljónir dala.


Þvermál: 253 km.


Massi: 23.000.000 milljarðar tonna.

 

Litrófsgerð: M.

Verðmæt efni: Nikkel, járn, kóbalt ásamt eðalmálmum eins og platínu, palladíni, irridíni og gulli.

Fjölmargir málmar eru að verða uppurnir á jörðinni þannig að ef við ætlum áfram að smíða farsíma og rafbíla þurfum við að fá þessi hráefni utan frá. Því senda sérfræðingar nú herskara af gullgröfurum til smástirnanna.

Lífgjafinn 

Næringarefni verða verðmæt í framtíðinni 

Rétt eins og verðmætustu smástirnin er Diotima í þriðja sæti af C-gerð smástirna. Það inniheldur því líklega sömu efni. C smástirni geta reynst skipta sköpum fyrir geimferðir í framtíðinni því þar kunna að finnast mörg þeirra efna sem nauðsynleg eru til að byggja og knýja geimstöðvar langt frá jörðu. A

 

uk málma og vatns þurfa mannaðar stöðvar í geimnum staðbundna framleiðslu á matvörum og það gerist ekki án næringarefna. Þau kunna að finnast á C-gerðum smástirna, þökk sé innihaldi þeirra á köfnunarefni og ammoníaki. Smástirnin gætu því orðið eins konar stökkbretti til frekari landnáms í sólkerfinu. 

 

Verðmæti: 7 trilljónir dala.


Þvermál: 176 km.


Massi: 6.900.000 milljarðar tonna.

 

Litrófsgerð: C.

 

Verðmæt efni: Nikkel, járn, kóbalt, köfnunarefni, vetni, ammoníak, vatn og eðalmálmar.

 

Fjölskylduauðurinn

Áreksturinn skóp verðmæta fjölskyldu 

Alauda er smástirni af B-gerð sem er undirflokkur C smástirna og inniheldur minni kolefni á yfirborðinu en smástirni af C-gerð gera. Alauda inniheldur líklega járn, köfnunarefni, vetni, ammoníak og eðalmálma. Ammoníak má nýta sem áburð í geimstöðvar framtíðar.

 

Auk þess hefur Alauda lítið smástirnatungl á braut um sig. Fræðimenn telja að það hafi myndast við árekstur í bernsku sólkerfisins þegar stærra smástirnið sundraðist í mörg þúsund stykki. Í dag eru leifarnar frá árekstrinum þekktar sem Alauda-fjölskyldan, flokkur smástirna þar sem Alauda er það stærsta. 

 

Verðmæti: 6 trilljónir dala.


Þvermál: 190 km.


Massi: 6.100.000 milljarðar tonna.

 

Litrófsgerð: B (undirflokkur C-gerðar).

 

Verðmæt efni: Járn, köfnunarefni, vetni, ammoníak, vatn og eðalmálmar.

 

Fjársjóðskortið

Sýnataka á að vísa okkur veginn

Palma tilheyrir, rétt eins og Alauda, C-gerð smástirna og hefur því að líkindum sambærilegt innihald frumefna. Óvíst er hversu mikið er af einstökum frumefnum eins og eðalmálmum að finna en kannski munu frekari rannsóknir á sýnum frá öðru B-smástirni, Bennu, veita okkur frekari vitneskju um það.

 

Í september 2023 kom NASA leiðangurinn OSIRIS-REx með um 122 grömm af efnum heim frá smástirninu og nú vinna vísindamenn að greiningu þeirra á rannsóknarstofum. Leiðangurinn til Bennu er því gott dæmi um hvernig við gætum í framtíðinni rannsakað smástirni og komist að því hver þeirra eru heppilegust fyrir frekari námuvinnslu. 

 

Verðmæti: 5 trilljónir dala.


Þvermál: 174 km.


Massi: 5.100.000 milljarðar tonna.

 

Litrófsgerð: B (undirflokkur C-gerðar).

 

Verðmæt efni: Járn, köfnunarefni, vetni, ammoníak, vatn og eðalmálmar.

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© Ken Ikeda Madsen,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is