Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Rannsókn ein sýnir fram á að daglegur fjöldi salernisheimsókna, þegar gera á stórt, getur haft áhrif á heilsu þarma og annarra líffæra.

BIRT: 03/09/2024

Þú kannast án efa við þá tilfinningu að þurfa að fara á klósettið, en af einhverjum ástæðum  þarftu að halda í þér.

 

Sumir halda þó lengur í sér en aðrir.

 

En samkvæmt rannsókn einni skiptir máli hversu oft þú kúkar.

 

Með því að skoða klósettvenjur 1.400 manns hafa bandarískir vísindamenn komist að því hversu tíðar salernisheimsóknir eru gagnlegar og hvernig fátíðari heimsóknir geta haft heilsufarslegar afleiðingar.

 

Þeir segja einnig til um hversu oft er hollast fyrir okkur.

 

Vísindamenn frá Institute for Systems Biology í Bandaríkjunum komust meðal annars að því að heilsuhraustasta fólkið gerði þarfir sínar einu sinni til tvisvar á dag.

 

 

Áhætta fyrir þá sem fóru sjaldnast

Vísindamenn fullyrða í rannsókn sinni að svokölluð hægðatíðni geti haft áhrif á heilsu okkar.

 

Þátttakendum var skipt í fjóra mismunandi hópa: þá sem fóru á klósettið einu sinni til tvisvar í viku, þrisvar til sex sinnum í viku, einu til þrisvar á dag og þeir sem voru með niðurgang.

 

Rannsakendur skoðuðu m.a. gögn um lífsstíl þátttakenda, sjúkrasögu og erfðir.

 

Niðurstaðan var sú að þeir þátttakendur sem fóru sjaldnar á klósettið höfðu meiri tilhneigingu til að vera með ákveðin efni í blóðinu sem geta skaðað nýrun. Og það var sérstök ástæða fyrir því.

 

Eiturefni losna við fáar klósettheimsóknir

Vísindamenn lýsa því í fréttatilkynningu að góðar bakteríur virtust dafna best þegar farið var á klósettið einu sinni til tvisvar á dag.

 

Þessar bakteríur brjóta niður eða melta trefjar í þörmum og eru oft tengdar heilsu.

100 billjónir – svo margar örverur eru á ferðinni í þörmum þínum. Skríðið með niður í þetta langa líffæri sem getur stjórnað fjölmörgu, allt frá matarlyst þinni til heilbrigðis.

Ef salernisheimsókn er hins vegar frestað og saur situr of lengi í þörmum, hafa litlu lífverurnar í þörmunum ekki fleiri trefjar til að vinna með og því fer kerfið yfir í að melta prótein.

 

Það ferli losar eiturefni sem geta borist inn í blóðrásina.

 

Vísindamennirnir leggja áherslu á að áhættan var mest hjá þeim sem voru með hægðatregðu eða fóru aðeins á klósettið tvisvar í viku.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Cell Reports Medicine.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Sorapop Udomsri /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is