LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR
Nafn: Fosfór – af gríska orðinu phosphorus (ljósgjafi) Sætistala: 15 Efnatákn: P
Fosfór er málmleysingi sem finnst aldrei í hreinu formi í náttúrunni, heldur einungis sem mismunandi fosföt.
Kalsíumfosfat er þannig mikilvægur þáttur í beinum okkar og í raun nauðsynlegt fyrir allar lífverur, þar sem það kemur fyrir í DNA, RNA og ATP sem og lípíðefnasamböndum sem mynda frumuhimnur. Án fosfórs væri líf, eins og við þekkjum það, óhugsanlegt.
Lesið meira um lotukerfið.
Fosfór glóir í myrkri
Iðnaðarframleiddur fosfór (hvítur fosfór) glóir í myrkri, sjálfkviknandi og þar að auki banvænt eitur sem eyðileggur lifrina við inntöku og brýtur niður beinvef ef gufunum er andað að sér.
Hættulegar eldspýtur með fosfór
Eldspýtur voru fyrst framleiddar upp úr 1830 og innihéldu m.a. hvítan fosfór. Það þurfti aðeins að strjúka þeim við gróft yfirborð til að kveikja á þeim. Fyrir vikið þóttu þær of hættulegar og var framleiðsla á þeim bönnuð.
Í þeirra stað komu fram öryggiseldpýtur sem innihéldu önnur fosfórefnasambönd eða brennistein en til að kveikja á þeim þurfti sérstakan strimil.
Fosfór var í fyrsta sinn einangrað af hinum þýska Henning Brandt árið 1669 sem safnaði saman miklu magni af þvagi, nágrönnum sínum til mikillar armæðu. Hann sauð síðan vökann frá og vann með það sem eftir sat á margvíslegan máta.