Heilsa

Fylgstu með snemmbærum krabbameinseinkennum

Allt of margir trassa að leita læknis þó svo að þeir í raun séu með eitthvert margra snemmbærra einkenna krabbameins og þetta hirðuleysi kostar milljónir mannslífa. Krabbameinssérfræðingar benda hér á tíu viðvörunarljós sem kvikna snemma í krabbameinsferlinu og þeir gefa fólki aðeins eitt ráð: Leitið læknis áður en það verður um seinan!

BIRT: 07/02/2025

Allt að helmingur fólks hunsar líkamleg einkenni og óþægindi sem kunna að vera fyrstu ummerki um krabbamein.

 

Þetta kemur í ljós í rannsókn sem unnin var fyrir samtökin Cancer Research UK (bresku krabbameinsrannsóknarsamtökin) sem fjallað er um í grein í enska dagblaðinu „The Independent“.

 

Ástæða þess hve margir kjósa að leita ekki til læknis er að þeir óttast að „eyða tíma læknisins til einskis“, ef marka má rannsóknina.

 

Hér er að finna viðvörunarmerki um krabbamein

Þessi einkenni kunna að vera fyrstu ummerkin um krabbamein:

 

  • Þrálátur hósti, hæsi ellegar erfiðleikar með að kyngja

 

  • Hnútar undir húð

 

  • Þrálátur eða viðvarandi niðurgangur eða hægðatregða

 

  • Skyndilegt og óútskýrt þyngdartap

 

  • Sár á líkamanum sem gróa ekki

 

  • Blóð í uppköstum, þvagi eða saur

 

  • Blæðingar utan hefðbundinna tíðablæðinga

 

  • Tilfinning um að geta ekki tæmt þarmana eftir hægðalosun

 

  • Fæðingarblettir sem stækka, breyta um lit eða lögun

 

  • Þrálátir og óútskýrðir verkir

 

Krabbamein þarf að uppgötva snemma

Í rannsókninni sem bresku krabbameinsrannsóknarsamtökin létu gera á 1.700 Bretum yfir 50 ára tímabil kom í ljós að rösklega helmingur hafði fengið eitt eða fleiri snemmbæru viðvörunarmerkjanna án þess að leita læknis.

 

 

Langflestir þeirra höfðu sleppt því að fara til læknis sökum þess að þeir óttuðust að eyða tíma hans til einskis eða að vera álitnir ímyndunarveikir, á meðan aðrir fóru einfaldlega ekki vegna þess að þeir óttuðust að þeir gætu verið með krabbamein.

 

Við þetta bættist síðan stór hópur sem batt vonir við að einkennin og óþægindin hyrfu af sjálfu sér.

 

Það að trassa heimsókn til læknisins er það versta sem hægt er að gera þó svo að einungis eitt aðvörunarmerkjanna sé fyrir hendi, segir Dr. Richard Roope í viðtali við „The Independent“:

 

„Oft eru einkennin alls ekki ummerki um krabbamein en séu þau það hins vegar þá eru langtum meiri líkur á bata ef krabbameinið greinist fljótt.“

 

Leitið ávallt læknis ef krabbameinseinkenni gera vart við sig

Einkennin á yfirlitinu yfir snemmbæru ummerkin um krabbamein geta átt við um alls konar krabbamein, m.a. lungnakrabba, krabbamein í barka, ristilkrabba, eitlakrabbamein, blöðruhálskrabba, brjóstakrabba og húðkrabba.

 

Dr. Richard Roope sem starfar fyrir samtökin Cancer Research UK (bresku krabbameinsrannsóknasamtökin), segir aðeins eitt að gera ef minnsti grunur leikur á að um krabbamein sé að ræða:

 

„Þeir sem eru í minnsta vafa, ættu að láta rannsaka sig við fyrsta tækifæri. Við eyðum aldrei tíma læknisins til einskis ef um krabbamein er að ræða!“

HÖFUNDUR: Jakob Priess

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is