Árið 1967 hóf fyrirtækið Hiram Walker & Sons sem framleiðir Canadian Club Whisky að senda starfsmenn út í heim í skóga, fjöll og eyjar til að fela kassa fulla af eðalviskíi.
Þetta óvanalega verkefni var hluti af snjallri auglýsingaherferð þar sem framleiðandinn skoraði á viðskiptavini sína að finna fjársjóðinn. Það var sannarlega ekkert auðvelt verkefni. Kassarnir voru sem dæmi fluttir á toppinn á Kilimanjaro í Tasmaníu, við Angel Falls fossinn í Venesúela og á hafsbotn við Miklarif í Ástralíu.
Það reyndist því ekkert auðvelt að finna eðaldrykkinn en það var nefnilega ekki þannig að Hiram Walker & Sons hefðu útbúið hefðbundið fjársjóðskort merktu með X til að auðvelda fjársjóðsleitendum að finna flöskurnar.
Framleiðandinn lét sér nægja að opinbera nokkrar vísbendingar hér og þar og síðan var það viðskiptavinanna að leika Indiana Jones og finna sjálfir fjársjóðinn.
Einn kassanna, sá sem var við Angel Falls, fannst einungis nokkrum mánuðum eftir að vísbendingarnar voru opinberaðar.
Strax eftir fyrsta glasið skilur áfengið eftir sig ummerki í heilanum og líkamanum.
Nýgifta parið David og Diana Mattoon ákváðu að slaufa brúðkaupsferð sinni til Acapulco og réðu þess í stað leiðsögumann í Venesúela til að fylgja sér í gegnum frumskóginn alla leið að fossinum.

Fossinn Angel Falls sem er 979 metra hár er nefndur eftir flugmanninum Jimmy Angel sem var fyrstur manna til að fljúga yfir hann árið 1937.
Síðast fann teymi áhugamanna kassa í ríkinu Tonga í Kyrrahafi árið 2011. Enn hafa átta kassar víðsvegar í heimi ekki fundist, þ.á m. einn á Norðurpólnum. Og enn eru til fjársjóðsleitendur sem hafa enn ekki gefið upp vonina.
Hvort sá síðasti finnist að endingu mun tíminn leiða í ljós en Hiram Walker & Sons geta ekki veitt neina frekari hjálp. Á þessum langa tíma hafa nákvæmar staðsetningar kassanna glatast og einungis upprunalegu vísbendingarnar standa eftir.