Tækni

Fyrsti sjúklingurinn fær gervihjarta með hraðlestartækni

Bandaríkjamaður varð fyrstur til að fá ígrætt gervihjarta sem nýtir sömu segultækni og háhraðalestir.

BIRT: 17/02/2025

Kjarkaður Bandaríkjamaður hefur nú fengið grætt í sig gervihjarta sem nýtir segulmagn til að dæla blóðinu um líkamann.

 

Þessi nýja tækni gerir mögulegt að dæla blóðinu án ventla og vísindamennirnir gera sér vonir um að það leiði til betri endingar þessa gervilíffæris.

 

Það eru læknar við sjúkrahúsið Texas Heart Institute og fyrirtækið BiVACOR sem þróuðu hjartað sem gert er úr títani.

 

Málmhjörtu hafa verið til síðan 1969 en nýjungin í títanhjartanu felst í svo svonefndri „maglev“-tækni. Þetta er stytting fyrir „magnetic levitation“ og merkir eiginlega „segullyfting“.

 

Seglar stjórna leið blóðsins inn og út úr hjartanu

Í yfirlýsingu segja vísindamennirnir að tækið sé „tvíæða snúningsblóðdæla“ og í henni sé aðeins einn hreyfihlutur sem nýti segulsvif og komi í stað beggja hjartahvolfanna.

 

Í háhraðasviflestum er segulaflið bæði notað til að láta hjólin svífa yfir teinunum og stýra því í hvora áttina lestin fer.

 

Sama aðferð er notuð til að ákvarða í hvora áttina blóði er dælt frá gervihjartanu.

 

BiVACOR-hjartað þarf því ekki að nýta neinar hjartalokur en það eru þær sem helst slitna vegna núnings við blóðið og þarf því að endingu að skipta út.

 

Hjartað er á stærð við krepptan karlmannshnefa og ytra stjórntæki sér til að hjartadælan snúist án afláts í brjósti hins bandaríska hjartasjúklings.

Þeir sem hrutu mest voru í mun meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm, segja vísindamennirnir.

Þetta hátæknihjarta er fært um að dæla 12 lítrum á mínútu sem að sögn dugar vel til að sjúklingurinn geti farið út að skokka.

 

„Þetta afrek hefði ekki verið mögulegt án hugrekkis fyrsta sjúklinga okkar og fjölskyldu þeirra, umönnunar teymisins okkar og samvinnu við sérfræðinga Texas Heart Institute,“ sagði stofnandi BiVACOR og tæknistjóri BiVACOR, Daniel Timms, í fréttatilkynningu.

HÖFUNDUR: Søren Steensig

© BiVACOR

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is