Kjarkaður Bandaríkjamaður hefur nú fengið grætt í sig gervihjarta sem nýtir segulmagn til að dæla blóðinu um líkamann.
Þessi nýja tækni gerir mögulegt að dæla blóðinu án ventla og vísindamennirnir gera sér vonir um að það leiði til betri endingar þessa gervilíffæris.
Það eru læknar við sjúkrahúsið Texas Heart Institute og fyrirtækið BiVACOR sem þróuðu hjartað sem gert er úr títani.
Málmhjörtu hafa verið til síðan 1969 en nýjungin í títanhjartanu felst í svo svonefndri „maglev“-tækni. Þetta er stytting fyrir „magnetic levitation“ og merkir eiginlega „segullyfting“.
Seglar stjórna leið blóðsins inn og út úr hjartanu
Í yfirlýsingu segja vísindamennirnir að tækið sé „tvíæða snúningsblóðdæla“ og í henni sé aðeins einn hreyfihlutur sem nýti segulsvif og komi í stað beggja hjartahvolfanna.
Í háhraðasviflestum er segulaflið bæði notað til að láta hjólin svífa yfir teinunum og stýra því í hvora áttina lestin fer.
Sama aðferð er notuð til að ákvarða í hvora áttina blóði er dælt frá gervihjartanu.
BiVACOR-hjartað þarf því ekki að nýta neinar hjartalokur en það eru þær sem helst slitna vegna núnings við blóðið og þarf því að endingu að skipta út.
Hjartað er á stærð við krepptan karlmannshnefa og ytra stjórntæki sér til að hjartadælan snúist án afláts í brjósti hins bandaríska hjartasjúklings.
Þeir sem hrutu mest voru í mun meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm, segja vísindamennirnir.
Þetta hátæknihjarta er fært um að dæla 12 lítrum á mínútu sem að sögn dugar vel til að sjúklingurinn geti farið út að skokka.
„Þetta afrek hefði ekki verið mögulegt án hugrekkis fyrsta sjúklinga okkar og fjölskyldu þeirra, umönnunar teymisins okkar og samvinnu við sérfræðinga Texas Heart Institute,“ sagði stofnandi BiVACOR og tæknistjóri BiVACOR, Daniel Timms, í fréttatilkynningu.