Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

Vísindamenn í Ástralíu furðu lostnir þegar þeir fengu afhenta risastóra trektkónguló.

BIRT: 26/01/2025

„Óvenju stór og mikil“.

 

Þannig lýsa köngulóarfræðingar könguló sem kom til ástralska skriðdýragarðsins árið 2024 og hefur síðan verið undir smásjá vísindamanna.

 

Dýrið er stærsta þekkta eintak af einni hættulegustu könguló heims, trektkónguló  (Sydney funnel web spider) . Og köngulóin kom vísindamönnum á óvart.

 

Þetta segja vísindamenn frá Þýskalandi og Ástralíu, sem í nýrri rannsókn sýna fram á að hinar hættulegu Sidney -trektköngulær eru þrjár mismunandi tegundir en ekki ein eins og áður var talið.

 

Ein tegundanna er stærri en hinar tvær og þess vegna hefur hún fengið gælunafnið „Big Boy“ og latneska nafnið Atrax christenseni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 

„Atrax christenseni er gríðarstór og merkileg trektkónguló. „Stærð karldýranna miðað við karldýr annarra Atrax-tegunda er einfaldlega ótrúleg,“ segir Kane Christensen, sem starfar í ástralska skriðdýragarðinum þegar köngulóin var send inn og þar sem vísindamennirnir áttuðu sig á þessum mismunandi tegundum.

 

Þrjár mismunandi tegundir

Vísindamenn frá Leibniz Institute for the Analysis of Biodiversity Change í Þýskalandi og ýmsir háskólar í Ástralíu höfðu haldið því fram að Sydney-trektkóngulóin væri aðeins ein tegund.

 

En með því að greina nokkrar trektköngulær komust þeir að því að um er að ræða þrjár mismunandi tegundir: hin hefðbundna Sydney trektkónguló, suður Sydney trektkóngulóin og „Big Boy,“ sem einnig er kölluð Newcastle trektkónguló.

Eitur Sidney-trektköngulóarinnar getur drepið manneskjur en hundar, kettir og rottur eru nánast ónæmar fyrir eitrinu.

Eitur Sydney-trektkóngulóar

  • Sidney-trektkóngulóin hefur glæsilegar vígtennur, sem hún sýnir ef henni finnst henni ógnað.

 

  • Eitur kóngulóarinnar er taugaeitur og eitrið getur valdið miklum sársauka, skjálfta, vöðvakrömpum, sjóntruflunum og lömun í öndunarstöðinni.

 

  • Bit af Sydney trektvefskönguló getur verið banvænt innan 15 mínútna. Því þar að leita læknis eins fljótt og auðið er.

 

  • Bit eru hinsvega sjaldgæf og meðferð skilar árangri. Því hafa engin dauðsföll verið skráð síðan móteitur var þróað árið 1981.

Í rannsókninni, sem birtist í BMC Ecology and Evolution, báru vísindamennirnir saman gögn um nýjar köngulær við gömul eintök frá söfnum til að sjá muninn á tegundunum þremur.

 

Vinnan hefur gengið vel því nokkrar óvenju stórar köngulær höfðu verið afhentar réttum aðilum.

 

Garður fékk afhenta risakönguló

Ein þeirra köngulóa var hin gríðarstóra trektkónguló sem starfsmenn Ástralska skriðdýragarðsins fengu í hendurnar á síðasta ári.

Ástralski skriðdýragarðurinn hefur áður tekið á móti stórum Sydney trektköngulóm sem voru tæplega átta sentímetrar að stærð.

Þetta segir Emma Teni, sem vinnur með köngulær í garðinum, í myndbandi á Instagram.

 

Garðurinn fékk karlkyns trektkönguló sem mældist yfir 9 sentímetrar.

 

„Hún er miklu stærri en nokkur önnur könguló sem við höfum fengið,“ segir Emma Teni í myndbandinu.

 

Eitrið getur bjargað mannslífum

Emma Teni er þó ekki bara í skýjunum yfir stærð köngulóarinnar. Köngulóin getur líka bjargað mannslífum.

 

Til þess að búa til einn skammt af móteitri þurfa vísindamenn að ná 200 skömmtun eiturs úr köngulóm, segir Emma Teni í myndbandinu.

 

Gífurleg stærð köngulóarinnar gerir það að verkum að hún framleiðir mikið eitur og því hægt að ná meiri eitri úr dýrinu.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Ken Griffiths /Shutterstock,© Kane Christensen.,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is