„Óvenju stór og mikil“.
Þannig lýsa köngulóarfræðingar könguló sem kom til ástralska skriðdýragarðsins árið 2024 og hefur síðan verið undir smásjá vísindamanna.
Dýrið er stærsta þekkta eintak af einni hættulegustu könguló heims, trektkónguló (Sydney funnel web spider) . Og köngulóin kom vísindamönnum á óvart.
Þetta segja vísindamenn frá Þýskalandi og Ástralíu, sem í nýrri rannsókn sýna fram á að hinar hættulegu Sidney -trektköngulær eru þrjár mismunandi tegundir en ekki ein eins og áður var talið.
Ein tegundanna er stærri en hinar tvær og þess vegna hefur hún fengið gælunafnið „Big Boy“ og latneska nafnið Atrax christenseni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
„Atrax christenseni er gríðarstór og merkileg trektkónguló. „Stærð karldýranna miðað við karldýr annarra Atrax-tegunda er einfaldlega ótrúleg,“ segir Kane Christensen, sem starfar í ástralska skriðdýragarðinum þegar köngulóin var send inn og þar sem vísindamennirnir áttuðu sig á þessum mismunandi tegundum.
Þrjár mismunandi tegundir
Vísindamenn frá Leibniz Institute for the Analysis of Biodiversity Change í Þýskalandi og ýmsir háskólar í Ástralíu höfðu haldið því fram að Sydney-trektkóngulóin væri aðeins ein tegund.
En með því að greina nokkrar trektköngulær komust þeir að því að um er að ræða þrjár mismunandi tegundir: hin hefðbundna Sydney trektkónguló, suður Sydney trektkóngulóin og „Big Boy,“ sem einnig er kölluð Newcastle trektkónguló.

Eitur Sidney-trektköngulóarinnar getur drepið manneskjur en hundar, kettir og rottur eru nánast ónæmar fyrir eitrinu.
Eitur Sydney-trektkóngulóar
- Sidney-trektkóngulóin hefur glæsilegar vígtennur, sem hún sýnir ef henni finnst henni ógnað.
- Eitur kóngulóarinnar er taugaeitur og eitrið getur valdið miklum sársauka, skjálfta, vöðvakrömpum, sjóntruflunum og lömun í öndunarstöðinni.
- Bit af Sydney trektvefskönguló getur verið banvænt innan 15 mínútna. Því þar að leita læknis eins fljótt og auðið er.
- Bit eru hinsvega sjaldgæf og meðferð skilar árangri. Því hafa engin dauðsföll verið skráð síðan móteitur var þróað árið 1981.
Í rannsókninni, sem birtist í BMC Ecology and Evolution, báru vísindamennirnir saman gögn um nýjar köngulær við gömul eintök frá söfnum til að sjá muninn á tegundunum þremur.
Vinnan hefur gengið vel því nokkrar óvenju stórar köngulær höfðu verið afhentar réttum aðilum.
Garður fékk afhenta risakönguló
Ein þeirra köngulóa var hin gríðarstóra trektkónguló sem starfsmenn Ástralska skriðdýragarðsins fengu í hendurnar á síðasta ári.

Ástralski skriðdýragarðurinn hefur áður tekið á móti stórum Sydney trektköngulóm sem voru tæplega átta sentímetrar að stærð.
Þetta segir Emma Teni, sem vinnur með köngulær í garðinum, í myndbandi á Instagram.
Garðurinn fékk karlkyns trektkönguló sem mældist yfir 9 sentímetrar.
„Hún er miklu stærri en nokkur önnur könguló sem við höfum fengið,“ segir Emma Teni í myndbandinu.
Eitrið getur bjargað mannslífum
Emma Teni er þó ekki bara í skýjunum yfir stærð köngulóarinnar. Köngulóin getur líka bjargað mannslífum.
Til þess að búa til einn skammt af móteitri þurfa vísindamenn að ná 200 skömmtun eiturs úr köngulóm, segir Emma Teni í myndbandinu.
Gífurleg stærð köngulóarinnar gerir það að verkum að hún framleiðir mikið eitur og því hægt að ná meiri eitri úr dýrinu.