Mótmæli á Vesturlöndum
Blóðið rennur niður andlit mótmælanda sem er fylgt frá hörðustu átökunum. Í maí árið 1968 gera stúdentar uppreisnir sem breiðast út og eiga sér stað á einhverjum 2.000 háskólum í vesturheimi. Mótmælendur lýstu þar m.a. yfir óánægju með íhaldssama prófessora. Námsmennirnir sögðu kennsluna vera gamaldags og að háskólar væri einungis að endurreisa kapítalíska og borgaralega heimsmynd.
París, Frakklandi 1968
Dauðinn á friðartorginu
Vorið 1989 byrjuðu mestu pólitísku mótmælin í sögu hins kommúníska Kína. Nemendur kröfðust lýðræðis og tjáningarfrelsis. En í júní binda stjórnvöld enda á allar slíkar mótbárur þegar herinn ryður Torg hins himneska friðar og mörg þúsundur íbúar láta lífið.
Beijing, Kína
Apríl 1989
69 drepnir í fjöldamorðum
Meðlimir í samtökum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku minnast þess að 10 ár voru liðin frá fjöldamorðum lögreglunnar í Sharpeville. Árið 1960 hóf lögreglan skyndilega að skjóta á um 7.000 mótmælendur. Verið var að mótmæla aðskilnaðarstefnu og öðrum lagasetningum yfirvalda í suðurafrísku samfélagi, sem einkenndist af miklu óréttlæti. 69 misstu lífið í þessu blóðbaði og um 180 særðust.
London, Englandi 1970
,,Guð blessi Ísland”
Búsáhaldabylting hófst á Íslandi um haustið 2008 í kjölfar þess að allir stærstu bankar landsins urðu gjaldþrota nánast á sama tíma. Ólgan í samfélaginu jókst á hverjum degi eftir hrun, vikulegir mótmælafundir urðu æ fjölmennari og spennan var mikil. Þúsundir manna mættu á Austurvöll til að mótmæla. Mótmælin náðu hámarki í janúar árið 2009 en þá féll ríkistjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
Austurvöllur
Janúar 2019
Ljósmyndari: Jóhann Smári Karlsson
Munkur fremur sjálfsmorð
Búddíski munkurinn Thich Quang Duc fremur sjálfsmorð á vegamótum í Saigon, Vietnam. Hann lét hella yfir sig bensíni og kveikti sjálfur í því. Þetta gerði hann til að mótmæla ofsóknum ríkisstjórnar Ngo Dinh Diems á hendur búddistum. Fimm mánuðum síðar hrifsaði herinn völdin og Diem var tekinn af lífi.
Saigon, S-Víetnam
Júni 1963
Blómabörn og byssuhlaup
Um 35.000 mótmælendur eru samankomnir fyrir framan bandaríska varnarmálaráðuneytið í Pentagon til að mótmæla þátttöku BNA í Víetnam-stríðinu. Á móti þeim standa 2.500 vopnaðir hermenn og fá sumir þeirra friðarboðskapinn í formi blóma í byssuhlaupin. Maðurinn með blómin er George Harris, sem tók síðar upp nafnið „Hibsicus“ og barðist m.a. fyrir samkynhneigða.
Arlington, Virginia, BNA
Október 1967
Frönsk lögregla lemur konur
Stúdentauppreisnin hefur vaxið í allherjarverkfall og taka tveir þriðjuhlutar launamanna þátt í því. 11 milljón manns halda út á göturnar til að krefjast hærri launa og kosninga. Lögreglan sýnir enga miskun – og lemur jafnvel á sómakærum húsmæðrum.
París,
Maí, 1968
Mótmæli á Vesturlöndum
Blóðið rennur niður andlit mótmælanda sem er fylgt frá hörðustu átökunum. Í maí árið 1968 gera stúdentar uppreisnir sem breiðast út og eiga sér stað á einhverjum 2.000 háskólum í vesturheimi. Mótmælendur lýstu þar m.a. yfir óánægju með íhaldssama prófessora. Námsmennirnir sögðu kennsluna vera gamaldags og að háskólar væri einungis að endurreisa kapítalíska og borgaralega heimsmynd.
París, Frakklandi 1968
Dauðinn á friðartorginu
Vorið 1989 byrjuðu mestu pólitísku mótmælin í sögu hins kommúníska Kína. Nemendur kröfðust lýðræðis og tjáningarfrelsis. En í júní binda stjórnvöld enda á allar slíkar mótbárur þegar herinn ryður Torg hins himneska friðar og mörg þúsundur íbúar láta lífið.
Beijing, Kína
Apríl 1989
69 drepnir í fjöldamorðum
Meðlimir í samtökum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku minnast þess að 10 ár voru liðin frá fjöldamorðum lögreglunnar í Sharpeville. Árið 1960 hóf lögreglan skyndilega að skjóta á um 7.000 mótmælendur. Verið var að mótmæla aðskilnaðarstefnu og öðrum lagasetningum yfirvalda í suðurafrísku samfélagi, sem einkenndist af miklu óréttlæti. 69 misstu lífið í þessu blóðbaði og um 180 særðust.
London, Englandi 1970
,,Guð blessi Ísland”
Búsáhaldabylting hófst á Íslandi um haustið 2008 í kjölfar þess að allir stærstu bankar landsins urðu gjaldþrota nánast á sama tíma. Ólgan í samfélaginu jókst á hverjum degi eftir hrun, vikulegir mótmælafundir urðu æ fjölmennari og spennan var mikil. Þúsundir manna mættu á Austurvöll til að mótmæla. Mótmælin náðu hámarki í janúar árið 2009 en þá féll ríkistjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
Austurvöllur
Janúar 2009
Ljósmyndari: Jóhann Smári Karlsson
Munkur fremur sjálfsmorð
Búddíski munkurinn Thich Quang Duc fremur sjálfsmorð á vegamótum í Saigon, Vietnam. Hann lét hella yfir sig bensíni og kveikti sjálfur í því. Þetta gerði hann til að mótmæla ofsóknum ríkisstjórnar Ngo Dinh Diems á hendur búddistum. Fimm mánuðum síðar hrifsaði herinn völdin og Diem var tekinn af lífi.
Saigon, S-Víetnam
Júni 1963
Blómabörn og byssuhlaup
Um 35.000 mótmælendur eru samankomnir fyrir framan bandaríska varnarmálaráðuneytið í Pentagon til að mótmæla þátttöku BNA í Víetnam-stríðinu. Á móti þeim standa 2.500 vopnaðir hermenn og fá sumir þeirra friðarboðskapinn í formi blóma í byssuhlaupin. Maðurinn með blómin er George Harris, sem tók síðar upp nafnið „Hibsicus“ og barðist m.a. fyrir samkynhneigða.
Arlington, Virginia, BNA
Október 1967
Frönsk lögregla lemur konur
Stúdentauppreisnin hefur vaxið í allherjarverkfall og taka tveir þriðjuhlutar launamanna þátt í því. 11 milljón manns halda út á göturnar til að krefjast hærri launa og kosninga. Lögreglan sýnir enga miskun – og lemur jafnvel á sómakærum húsmæðrum.
París,
Maí, 1968