Geminítar 2022
Þegar loftsteinasdrífan Geminítar birtist í desember lýsir himinninn upp með um 150 stjörnuhröpum á klukkustund.
Geminítar eru mjög frábrugðnir öðrum loftsteinadrífum eins og Óríonítum og Persítum. Geminítar verða nefnilega öflugari með hverju árinu.
Loftsteinar myndast venjulega vegna ryks frá halastjörnum, en Geminítar stafa frá fimm kílómetra breiðu smástirni, 3200 Phaeton, sem hefur ekki langan hala af ryki og ís í kjölfari sínu.
Vísindamenn vita ekki hvers vegna smástirnið myndar þessa drífu en getgátur eru um að smástirnið fari svo nálægt sólu á braut sinni að það þorni, myndi sprungur og gefi frá sér rykagnir.
Önnur kenning er sú að rykagnirnar eigi uppruna sinn í árekstri milli 3200 Phaeton og annars smástirnis. Og þriðja kenningin er sú að 3200 Phaeton innihaldi ís sem gufar upp og myndar goshveri sem rífa upp agnir.
Ástæðan fyrir að 3200 Patethon gefur frá sér rykagnir gæti verið að sólin hiti smástirnið upp.
Hver svo sem ástæðan er dragast agnirnar á sporbraut jarðar vegna gífurlegs þyngdarafls Júpíters.
Það þýðir að fleiri agnir bætast við á hverju ári, sem gefur fleiri stjörnuhröp – og gerir Geminíta að stærstu loftsteinadrífu ársins.
Gemínítar eiga uppruna sinn í stjörnumerkinu Tvíburunum.
Hvenær sjást Geminítar á Íslandi?
Geminítar má sjá frá 4. desember til 17. desember 2022.
Hin stórfenglega loftsteinadrífa nær hámarki nóttina 13. til 14. desember 2022.
Tunglskin hefur áhrif á Geminíta
Til þess að sjá Geminíta sem best þarf skin tunglsins að vera sem daufast því annars getur verið erfitt að koma auga á hin fjölmörgu stjörnuhröp.
Tunglið er hálft þessa stundina, sem er ásættanlegt – en ekki eins gott og ef um nýtt tungl væri að ræða. Ef það er heiðskírt ættirðu að geta séð aragrúa stjörnuhrapa – sérstaklega ef þú ferð út úr bænum.
Besti staðurinn sem hægt er að fylgjast með þessari flottu ljósasýningu er í sveitinni – langt frá ljósmengun borgarinnar.