Genabreyttir þörungar kóröllum til bjargar

Kóralrifin, regnskógar hafsins, eru í hættu vegna hlýnunar jarðar. En nýþróaðir þörungar sem þola meiri hita gætu komið til bjargar.

BIRT: 15/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hitastig fer hækkandi í höfunum og fyrstu fórnarlömbin eru kóralrifin. Þetta veldur líffræðingum áhyggjum því kóralrifin eru heimkynni fjölbreyttustu vistkerfa dýralífs í sjó, þar á meðal eru meira en 4.000 tegundir fiska.

 

Nú hyggjast vísindamenn auka þol kórallanna og nota til þess lífverur sem þeir hafa ræktað á rannsóknastofum.

 

Kórallar lifa með þörungum í nánu samlífi. Þörungarnir eru vel varðir í húðfrumum kóraldýranna og greiða húsaleigu í formi orku sem þeir afla með ljóstillífun.

 

Losa sig við heita þörunga

Þegar hitastigið hækkar ofhitna þörungarnir og kóraldýrin ýta þeim út úr frumunum. Afleiðingin verður svonefndur kóralfölvi því kórallarnir verða alhvítir og drepast úr næringarskorti.

Fölnun kóralrifja sýnir að kóraldýrin eru við dauðans dyr. Verði sjórinn of hlýr glata kórallarnir þörungunum sem skila þeim lífsnauðsynlegri næringu með ljóstillífun.

Af þessum sökum hefur hópur vísindamanna við Melbourneháskóla í Ástralíu ræktað upp genabreytta útgáfu þörunganna til að hækka hitaþol þeirra.

 

Út frá einum genabreyttum þörungi hafa á fjórum árum verið ræktaðar 100 kynslóðir sem vanist hafa 31 gráðu sjávarhita en það samsvarar hitastiginu við stóra Barrier-rifið þegar hitabylgjur ganga yfir.

 

Þoldu 31 gráðu

Þörungarnir voru næst prófaðir í eins konar fiskabúrum og þar hafðir í samlífi við kóralla. Bestu afbrigðin skiluðu mjög lofandi árangri. Kórallalirfur tóku þörungana til sín og héldu þeim í frumunum þótt hitinn væri aukinn upp í 31 gráðu.

25% af Great Barrier Reef fölnuðu vorið 2020. Það eru um 33.250 ferkílómetrar eða þriðjungur af stærð Íslands.

Vísindamennirnir skýra árangurinn með því að genabreyttu þörungarnir hafi þróað hæfni til að draga úr ljóstillífun sinni en því fylgir að minna verður um eitruð úrgangsefni sem aftur gerir kóröllunum kleift að lifa með þörungana innanborðs.

 

Áður en þörungunum verður sleppt í hafið vilja vísindamennirnir þó rannsaka betur áhrif genabreytinganna og jafnframt komast að því hvort nýju þörungarnir hafi hæfni til að standast samkeppni við aðra þörunga í náttúrulegu umhverfi.

BIRT: 15/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is