43 milljónir pósta á Instagram og 2 milljónir myndbanda á Tiktok.
Svo margir eru með myllumerkið #gratitude eða #þakklæti á íslensku.
Þar segja ungir sem aldnir frá hversu þakklátir þeir fyrir allt mögulegt í lífi sínu – frá því að verða foreldrar og það að eiga heilbrigðan líkama og fjölmargir segja að þakklætið hefur skapað þeim mikla gleði.
Og það getur vel verið eitthvað til í því. Ný rannsókn frá Harvard háskóla gefur að minnsta kosti til kynna að þeir sem finna fyrir þakklæti lifa lengur.
„Upplifun á þakklæti getur skipt miklu máli til að finna fyrir tilgangi í lífinu og tengingu hjá eldra fólki. Þakklæti virðist vera sálrænn kraftur sem stuðlar að betri heilsu,“ segir Ying Chen, vísindamaður við faraldsfræðideild Harvardháskóla og ein þeirra sem unnu rannsóknina sem birtist í Jama Psychiatry.
Þakklæti hjá öldruðum
Vísindamennirnir rannsökuðu hóp aldraðra kvenna sem svöruðu spurningum um þakklæti.
Vísindamennirnir skilgreindu þakklæti sem gæti beinst að fólki, atburðum eða í breiðara samhengi.
Alls voru gögn frá 49.275 konum rannsökuð og niðurstaðan sýndi fylgni milli þess að upplifa þakklæti og lengri líftíma eldra fólks, segir Ying Chen.
“Einstaklingar sem fundu fyrir miklu þakklæti voru í 9% minni hættu á að deyja miðað við þá sem fundu fyrir litlu þakklæti,” bætir hún við.
Þakkið fyrir vini ykkar því án þeirra eykst hættan á ótímabæru andláti. Þakkið jafnframt fyrir nef ykkar því það er sennilega nefið sem hefur hjálpað ykkur að þefa uppi bestu vinina.
Að sögn vísindamannanna er rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir fram á að þakklæti hefur ekki aðeins áhrif á geðheilsu fólks heldur virðist langlífi fylgja þakklætinu.
Þakklæti og andleg vellíðan
Þrátt fyrir að vísindamennirnir hafi ekki rannsakað yngra fólk telur Ying Chen að allir aldurshópar geti haft gott af því að vera þakklátari.
„Fyrri rannsóknir benda til þess að þakklæti tengist minni hættu á geðsjúkdómum, meiri hamingjutilfinningu og betri félagslegri vellíðan hjá yngri fullorðnum,“ segir vísindamaðurinn.
Reyndar telur hún líka að þakklæti geti leitt fólk inn í jákvæðan spíral þar sem það tekur fleiri góðar og heilbrigðar ákvarðanir fyrir sjálft sig, sem á endanum getur leitt til betri líðan.
Þakklætisdagbækur
Í mörgum af þeim milljónum myndbanda og færslum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #þakklæti skrifa notendur um það sem þeir geta verið þakklátir fyrir í svokallaða þakklætisdagbók.
Og samkvæmt Ying Chen er það bæði útbreitt og gott tæki til að styrkja þakklætistilfinningu.
Hún bendir á að ef þú vilt vera þakklátari gæti verið góð hugmynd að velta fyrir þér eigin afrekum, meta það sem þú hefur í núinu, nýta tækifæri sem gefast til að tjá þakklæti munnlega eða framkvæma góðverk.