Geta köngulær starfað saman?

Maður sér aldrei nema eina könguló í hverjum vef. Eru til köngulær sem ekki eru árásargjarnir einfarar?

BIRT: 19/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Af næstum 40.000 þekktum tegundum köngulóa eru ríflega 20 tegundir þar sem karl- og kvendýr lifa saman í stórum hópum, jafnvel þúsundum saman.

 

Sumar afrískar og asískar tegundir af ættinni Stegodyphus eru þeirrar gerðar að dýrin geta lifað saman og gera í sameiningu stóran, þrívíðan vef og sjá sameiginlega um viðhald hans. Slíkur vefur getur umlukið heilt tré.

 

Þessar köngulær sjá sameiginlega um uppeldi unganna og skipta fæðunni sem kemur í vefinn.

 

Og nýlega fannst áður óþekkt tegund félagslyndra köngulóa, Theridion nigroannulatum, í Ekvador í Suður-Ameríku. Samfélag þessarar tegundar minnir á önnur mjög félagslynd skordýr, svo sem býflugur og maura.

 

Stéttaskipting og verkskipting

Kvendýrin skiptast í tvo stærðarflokka, sem trúlega stafar af því að hér er til komin stéttaskipting og verkaskipting líkt og hjá býflugum.

 

Loks má svo nefna að til eru köngulær sem vinna saman yfir tegundamörkin þar sem smærri köngulærnar lifa á bráð sem festist í vef stærri tegundarinnar.

 

Þetta gildir t.d. um Argyrodes sem lifir í vef miklu stærri tegundar, sem nefnist Nephila.

 

Litlu köngulærnar fá að éta allra smæstu skordýrin en á móti kemur sá greiði sem þær gera stóru köngulónum með því að hreinsa úr vefnum allt sem er svo lítið að það tekur því ekki fyrir stærri tegundina að leggja sér bráðina til munns.

 

BIRT: 19/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is