Náttúran

Geta köngulær starfað saman?

Maður sér aldrei nema eina könguló í hverjum vef. Eru til köngulær sem ekki eru árásargjarnir einfarar?

BIRT: 01/02/2025

Af næstum 40.000 þekktum tegundum köngulóa eru ríflega 20 tegundir þar sem karl- og kvendýr lifa saman í stórum hópum, jafnvel þúsundum saman.

 

Sumar afrískar og asískar tegundir af ættinni Stegodyphus eru þeirrar gerðar að dýrin geta lifað saman og gera í sameiningu stóran, þrívíðan vef og sjá sameiginlega um viðhald hans. Slíkur vefur getur umlukið heilt tré.

 

Þessar köngulær sjá sameiginlega um uppeldi unganna og skipta fæðunni sem kemur í vefinn.

 

Og nýlega fannst áður óþekkt tegund félagslyndra köngulóa, Theridion nigroannulatum, í Ekvador í Suður-Ameríku. Samfélag þessarar tegundar minnir á önnur mjög félagslynd skordýr, svo sem býflugur og maura.

 

Stéttaskipting og verkskipting

Kvendýrin skiptast í tvo stærðarflokka, sem trúlega stafar af því að hér er til komin stéttaskipting og verkaskipting líkt og hjá býflugum.

 

Loks má svo nefna að til eru köngulær sem vinna saman yfir tegundamörkin þar sem smærri köngulærnar lifa á bráð sem festist í vef stærri tegundarinnar.

 

Þetta gildir t.d. um Argyrodes sem lifir í vef miklu stærri tegundar, sem nefnist Nephila.

 

Litlu köngulærnar fá að éta allra smæstu skordýrin en á móti kemur sá greiði sem þær gera stóru köngulónum með því að hreinsa úr vefnum allt sem er svo lítið að það tekur því ekki fyrir stærri tegundina að leggja sér bráðina til munns.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

Lifandi Saga

Björgun Stalíns kostaði blóðbað 

Maðurinn

Vísindamenn rýna í líffræði sjálfsvígsins

Alheimurinn

Er svarthol í raun og veru hol?

Læknisfræði

Krabbameinsrannsóknir: 5 vandamál torvelda lækningu gegn krabbameini

Jörðin

Eru sum eldfjöll hættulegri en önnur?

Lifandi Saga

Morð var öruggasta leiðin til himna

Lifandi Saga

Forsmekkurinn að Stalíngrad: Loftbrú fyllti Göring stórmennskubrjálæði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is