Maðurinn

Getur gervisykur valdið krabba?

Orðróminn um að sætuefni geti valdið krabba má rekja aftur til ársins 1986 og allt síðan þá hefur verið deilt um þetta. Þótt nánast allar rannsóknir hafi lýst sætuefnin saklaus eru langtímaáhrifin enn tiltölulega óþekkt.

BIRT: 29/08/2020

Lestími: 2 mínútur

Gervisykur er annað hvort náttúruleg efni eða gerviefni með ámóta kaloríuinnihald og sykur en stórum mun sætari. Þess vegna þarf ekki nema örlítið magn til að gera t.d. gosdrykk sætan án þess að fjölga kaloríum.

Árið 1996 setti bandaríski taugasérfræðingurinn John Olney fram þá staðhæfingu að sætuefnið aspartam væri krabbameinsvaldandi. Rök hans voru þau að síðan aspartam fékk viðurkenningu árið 1981 hafði krabbamein í heila farið vaxandi.

 Bæði Coca Cola Light og Zero innihalda aspartam. Margar rannsóknir sýna að efnið er hættulaust í hóflegu magni.

Þetta vakti mikið umtal en nánast allar rannsóknir hafa æ síðan sýnt að aspartam sé ekki krabbameinsvaldandi og í meira en 100 löndum leyfa heilbrigðisyfirvöld þetta sætuefni í matvörum.

Aspartam er gerviframleitt sætuefni, ámóta kaloríuríkt og sykur eða um 400 kaloríur í 100 grömmum en 200 sinnum sætara.

Dagleg viðmiðunarmörk eru til

Á grundvelli mikils fjölda rannsókna hafa tvær stærstu heilbrigðisstofnanir heims, EFSA í ESB og FDA í Bandaríkjunum, metið aspartam skaðlaust innan viðmiðunarmarka.

Viðmiðunarmörkin eru líka nefnd „ásættanlegur dagskammtur“ og það eru eitrunarsérfræðingar sem setja þau. Í ESB eru mörkin sett við 40 mg á hvert kg af líkamsþyngd.

Þannig má manneskja sem vegur 70 kg í mesta lagi neyta 2.800 mg af aspartam á dag.

Sætuefnin enn til rannsóknar

Þann 13. maí 2019 lýsti evrópska fæðuöryggisstofnunin EFSA því yfir að hún hygðist safna margvíslegum upplýsingum um mismunandi sætuefni.

Tilgangurinn með upplýsingasöfnuninni er að endurmeta þau sætuefni sem fengu viðurkenningu til notkunar í matvælum fyrir 20. janúar 2009.

Lokadagsetningu þessarar upplýsingaöflunar hefur hvað eftir annað verið frestað og nú á henni að ljúka í árslok 2020, samkvæmt upplýsingum frá EFSA.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is