Gömul kenning afskrifuð: Svona kom vatn til jarðar

Ný rannsókn sýnir að vatn hefur verið á jörðinni allt frá upphafi.

BIRT: 07/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Vísindamenn hafa lengi álitið að vatn hafi borist til jarðarinnar með halastjörnum á milljörðum ára, þar eð fyrri tíma rannsóknir sýndu að gríðarmikill ís er í halastjörnum.

 

Nú sýnir ný rannsókn að vatn hefur verið á jörðinni frá upphafi.

 

Það eru stjarnefnafræðingar hjá Lawrence Livermore-rannsóknastöðinni í BNA sem í samvinnu við NASA hafa komist að þessari niðurstöðu eftir rannsóknir á þremur klapparsýnum frá tunglinu.

 

Sýnin eru um 4,35 milljarða ára gömul og Apollo-geimfarar fluttu þau með sér til jarðar fyrir meira en 50 árum. Það er þó fyrst núna sem vísindamenn hafa greint ísótópasamsetningu þeirra. 

Jörðin fæddist líklega með vatni sínu

Tunglið myndaðist fyrir um 4,51 milljarði ára þegar hnöttur á stærð við Mars rakst á jörðina.

 

Með því að rýna í ísótópasamsetningu klapparsýnanna hafa vísindamennirnir uppgötvað að bæði jörðin og aðkomuhnötturinn höfðu í sér dálítið af hvarfgjörnum efnum fyrir áreksturinn sem skapaði tunglið – en ekki vegna hans.

 

Vísindamennirnir segja þetta merkja að jörðin hafi annað hvort „fæðst“ með vatn eða þá að eitthvað stórt og massamikið, aðallega gert úr vatni, hafi skollið á henni mjög fljótlega eftir að hún myndaðist. 

Hvað eru rokgjörn efni?

  • Rokgjörn efni eru hópur efnafræðilegra frumefna og efnasambanda sem gufa auðveldlega upp við þrýsting og hitastig sem venjulega er að finna á yfirborði plánetu.

 

  • Dæmi um rokgjörn efni eru nitur, koltvísýringur, ammoníak, vetni, metan, brennisteinsdíoxíð og vatn.

 

Heimild: Efnafræðideild Kaupmannahafnarháskóla

Stjarnefnafræðingarnir hallast að því fyrrnefnda og afskrifa með öllu þá kenningu að halastjörnur og loftsteinar hafi flutt vatn til jarðarinnar nánast í dropatali á milljörðum ára.

 

Lars Borg, einn af leiðandi vísindamönnum að baki þessari rannsókn, segir að ef vatn hefði borist þannig, þyrfti um fjórðungur af massa hnattarins að vera runninn frá halastjörnum og loftsteinum. Samkvæmt útreikningum þeirra eru slíkar leifar einungis um 0,5% af massa jarðar. 

Ný þekking getur leitt okkur inn á lífsins braut

Ísótópagreiningarnar leiddu líka í ljós að hnettirnir tveir sem rákust saman þegar tunglið varð til, hafi báðir verið ættaðir úr innri hluta sólkerfisins og að atburðurinn hafi í fyrsta lagi orðið fyrir 4,45 milljörðum ára.

 

Vatn er forsenda lífs í því formi sem við þekkjum. Vísindamennirnir vonast til að ný þekking á tilurð vatns á jörðinni geti orðið lykillinn að því að finna vatn – og þar með líf – annars staðar í alheiminum.

BIRT: 07/11/2022

HÖFUNDUR: DENIS RIVIN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is