Liturinn á saurnum er mikilvæg vísbending um heilsufar okkar og brúnn litur telst vera eðlilegur litur á saurnum.
Breytingar á litnum geta annaðhvort gefið til kynna inntöku tiltekinna fæðutegunda eða verið til marks um heilsufarsvanda. Þó svo að meltingarfæri okkar séu ólík er engu að síður mikilvægt að veita litabreytingum á hægðunum athygli og fylgjast með hvort þær verða rauðar, hvítar, svartar, grænar eða gulleitar.
Slíkar breytingar kunna að tengjast fæðunni en geta samt sem áður einnig verið fyrstu ummerki um sjúkdóm.
Yfirlit
1. Grænar hægðir
2. Svartar hægðir
3. Gular hægðir
4. Rauðar hægðir
5. Ljósar/hvítar hægðir
Grænar hægðir
Grænleitar hægðir geta verið áhyggjuefni en ástæðan er þó sjaldnast af alvarlegum toga. Ástæðuna er oftar en ekki að finna í fæðunni, einkum ef viðkomandi hefur nýverið neytt mikils magns af grænu blaðgrænmeti, í líkingu við spínat og steinselju, eða fæðutegunda sem hafa verið litaðar með grænum litarefnum.
Slíkt getur valdið tímabundnum breytingum á lit saursins þannig að hann verði grænleitari á að líta.
Grænar hægðir geta þó jafnframt verið til marks um gall, eða þá bakteríu- eða veirusýkingu. Ef litabreytingum og óreglulegum hægðum fylgja óþægindi og magaverkir kann það að tákna að nauðsynlegt sé að neyta meiri trefja.
Í slíkum tilvikum getur psyllium-hýði (Husk) reynst vel sem meðferð gegn viðkvæmum ristli, hægðatregðu og niðurgangi.

Brúnar og sæmilega harðar – þannig eiga hægðir helst að líta út að öllu jöfnu.
Grænar hægðir eru yfirleitt ekki til marks um krabbamein. Þó skyldi fylgjast með einkennum í líkingu við blóð í saurnum, óútskýrt þyngdartap og stöðuga magaverki.
Slíkt kann að gefa til kynna hættulegt ástand, meðal annars tilteknar tegundir krabbameins. Í slíkum tilvikum skyldi leita læknis til þess að gangast undir frekari rannsókn.
Svartar hægðir
Svartar hægðir geta stafað af ýmsu og verið allt frá því að vera algerlega meinlausar yfir í það að þarfnast læknishjálpar.
Alveg meinlausar ástæður svartra hægða:
- Neysla tiltekinna fæðutegunda á borð við dökk ber og lakkrís.
- Notkun járnríkra lyfja og járntaflna.
Ástæður svartra hægða sem þarfnast læknisaðstoðar:
- Storkið blóð af völdum innri blæðinga í meltingarveginum, oft af völdum magasárs, sem leiðir af sér svartar, límkenndar hægðir sem hafa í för með sér dæmigerðan rotnunaróþef.
- Þessu fylgja gjarnan einkenni í líkingu við óþægindi, flökurleika og magaverki.
Nauðsynlegt getur orðið að framkvæma speglun á maganum og görnunum til þess að unnt sé að komast að raun um ástæðuna og meðhöndla orsökina að baki kvillanum.
Gular hægðir
Algengasta ástæðan fyrir gulum saur hjá fullorðnum er of hröð leið gegnum meltingarfærin eða þá gallvandamál.
Hröð melting leiðir oft af sér að fita brotnar niður á ófullnægjandi hátt en vandamál tengd galli, svo sem eins og lokun af völdum gallsteina eða lifrarbólgu, minnka litarefni úr gallinu og orsaka ljósari hægðir.
Þessu fylgja oft einkenni í líkingu við niðurgang, magaverki og þreytu.
Áberandi gulur litur kann jafnframt að gefa til kynna sýkingu í görnunum. Í því sambandi er mikilvægt að leita til læknis til þess að komast að raun um hvað veldur.
Rauðar hægðir
Rauðar hægðir kunna að eiga sér sárasaklausa skýringu, svo sem eins og rauðrófuát, en í rauðrófum er að finna náttúrulega litarefnið betanín. Þessu fylgir einnig oft dekkra þvag. Liturinn á saur og þvagi verður eðlilegur aftur innan eins til tveggja sólarhringa.
Pabbi minn sagði ætíð að saur sem liggur og flýtur í vatninu eftir salernisferð væri til marks um góða heilsu og vænlegt trefjamagn. Er þetta rétt?
Verði blóðs vart í hægðunum skyldi þó gera lækni viðvart samstundis. Blóð í saurnum kann að tengjast krabbameinsæxlum, sepum og gyllinæð.
Verði einungis vart við litla rauðleita blóðbletti, kunna þeir að vera til marks um nýtt blóð sem á rætur að rekja til skurða eða blæðinga í þörmunum. Í slíkum tilvikum borgar sig að leita til læknis til þess að fá nákvæma sjúkdómsgreiningu.
Ljósar/hvítar hægðir
Ljósar eða hvítar hægðir geta gefið til kynna vandamál tengd fituupptöku eða jafnvel sjúkdómum í meltingarkerfinu.
Þegar fita fer gegnum meltingarfærin án þess að hún uppgötvist, geta hægðirnar orðið ljósar eða hvítar á lit.
Þetta fyrirbæri kann að tengjast sjúkdómum í smáþörmunum, briskirtlinum eða lifrinni.
Ef ljósum hægðum fylgir þyngdartap eða einkenni í líkingu við niðurgang, er mikilvægt að leita til læknis.