Tækni

Grafín dregur úr hávaða

Nýtt einangrunarefni sem á að nýta í flugvélar getur lækkað hávaða frá hreyflunum um allt að 80%.

BIRT: 28/08/2022

Milljónir manna í grennd við flugvelli verða fyrir óþægindum af völdum hávaða. En nú hafa vísindamenn við Bathháskóla í Englandi fundið upp nýtt einangrunarefni sem getur dregið mikið úr hávaða frá þotuhreyflum.

 

Efnið GPA (Grafenoxíð-polyvinylalkóhól-aerogel) vegur ekki nema 2,1 kg á rúmmetra og er þar með léttasta einangrun sem þekkist.

 

Mælingar vísindamannanna sýna að á hljóðtíðnisviðinu 400-2.500 rið dregur GPA úr hávaða um 80% og ef efnið er notað til einangrunar í hreyfilhúsunum undir vængjunum má lækka hávaða frá hreyflunum um 16 dB.

 

Þetta þýðir að hávaðinn frá hreyflum hljóðfrárrar þotu getur farið úr 105 dB í aðeins 90 dB sem samsvarar hávaðanum í hárþurrku. Einangrunin í kringum hvern hreyfil verður aðeins fáein kg að þyngd.

Nýja hljóðdempandi efnið vegur aðeins 2 kg hvert á hvern rúmmetra Steinull vegur ca. 30 kg á rúmmetra.

Efnið grafín var fyrst framleitt árið 2004 og er bæði óhemju sterkt og fislétt. Efnið er gert úr hreinu kolefni, aðeins einnar frumeindar þykkt en frumeindirnar tengjast með því að deila rafeindum.

 

Í GPA er grafínoxíð þeytt saman við polyvinylalkóhól, efni sem notað er til húðunar á pappír og plasti og veitir eins konar marengsáferð.

LESTU EINNIG

GPA er þó nokkuð flókið í framleiðslu og því dýrara en hefðbundin einangrunarefni svo sem steinull eða glertrefjar. Til að byrja með má þess vegna reikna með að það verði aðeins notað í flugvélum en þar skiptir verðið minna máli en þyngdin.

 

Síðar meir gæti efnið komið til notkunar í t.d. bílum þar sem það gæti komið í veg fyrir að dekkjahljóðið heyrðist inn í bílinn. Sömuleiðis mætti nota GPA í byggingar þar sem annað hvort þarf að halda hljóði úti eða inni.

 

Vísindamennirnir vonast til að efnið verði komið á markað innan tveggja ára.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

Shutterstock, © University of Bath

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is