Járnooxíðið hematít fær á sig blóðlit þegar það blandast vatni.

Hematítsteinar, einnig nefndir járnglans, eru úr járnoxíði. Vissulega lítur út fyrir að blæði úr þessu bergi þegar skorið er í það, a.m.k. ef notuð eru alvöruverkfæri þar sem vatn er notað til kælingar. Ástæða „blæðingarinnar“ er sú að hematít er efnafræðilega sama efni og ryð. Hér er í báðum tilvikum um að ræða járnoxíð og efnafræðiformúlan er Fe2O3. Þegar rykið úr skurðinum, eða sagarfarinu, blandast vatni, fær það á sig dökkrauðan lit. Við þekkjum þessa vatnsblöndu best sem mýrarauða. Þetta er í rauninni sama efni og kemur þegar skrúfað er frá krana eftir að vatnið hefur legið lengi í ryðgaðri vatnsleiðslu. Þegar hematít er t.d. notað í skartgripi er steinninn yfirleitt dökkur og skínandi.

Í Rómverskri goðafræði tengdist hematít stríðsguðnum Mars og sagt er að hermenn hafi smurt á sig blóðlitaðri blöndu hematíts og vatns til töfraverndar í orrustu. Hematít er nú mikilvægt hráefni í járniðnaði og er mikið af því í norðausturhluta Bandaríkjanna og á Vestur-Grænlandi.

""