Æ minna stál er notað í bílana. Yfirbyggingin á nýju R8-gerðinni frá Audi er t.d. úr áli. Sama gildir t.d. um vélarhluta.

Stál er að mörgu leyti ákjósanlegt efni. Það er sterkt og fast fyrir en þó sveigjanlegt. Stál er auðvelt að forvinna og sjóða saman og til viðbótar er það ódýrt. Það hefur því öðlast hefð sem byggingarefni í bíla. Engu að síður hefur stál vissa ókosti. Þeir stærstu eru þyngdin og tilhneigingin til að ryðga.

Að þessu leiti hefur álið vinninginn. Það ryðgar ekki og er aðeins þriðjungur af þyngd stálsins. Að auki er auðvelt að forma álið og af þessum ástæðum er álið hægt en örugglega að vinna sér sess í bílaiðnaðinum. 1986 voru að meðaltali 50 kg af áli í bílum framleiddum í Evrópu, en 132 kg árið 2005 og á árinu 2010 er reiknað með að álið fari upp í 175 kg.

Í vissum tilvikum er yfirbyggingin öll úr áli. Það gildir t.d. um Audi, en í flestum bílum er álið notað t.d. í ákveðna vélarhluta, hjól, stuðara, gírkassa og púströr.

"