Bloodhound SSC heitir „ofurbíllinn“ sem á að slá hraðamet á jörðu niðri.

Tækni

Enski hraðbíllinn Bloodhound SSC á að ná meira en 1.600 km hraða. Þar með á að bæta hraðamet farartækja á jörðu niðri um 31%. Núgildandi met var sett með ThrustSSC sem náði 1.228 km hraða árið 1997. Sömu hönnuðir stóðu að baki því verkefni.

Tilraunin til að slá metið verður samkvæmt núgildandi áætlun gerð árið 2011. Þetta á að verða gerlegt m.a. á grundvelli sérstakrar hönnunar Bloodhound SSC. Ríflega 12.500 hestöfl eiga að duga Bloodhound SSC til að ná hámarkshraða, 1.609 km/klst., á 40 sekúndum eða svo. Þetta er gert með því að nota tvær gerðir aflvéla. Þotuhreyfill kemur ökutækinu upp í 480 km hraða en þá tekur eldflaugahreyfill við. Þannig nást blendingsáhrif tveggja óskyldra vélagerða. Þegar 1.609 km hraða er náð verður loftþrýstingur á skrokkinn meiri en 12 tonn á fermetra. Skrokkurinn verður því byggður úr blöndu títans og koltrefja.