Á YouTube má finna myndband þar sem farsími er notaður til að poppa. En upptakan er fölsuð.

Á myndböndum lítur þessi tilraun mjög sannfærandi út, þetta er engu að síður fölsun, því orkan frá frá farsímunum er allt of lítil – sem betur fer. Jafnvel í sterku geislasviði í örbylgjuofni líður nokkur tími áður en svo mikil orka hefur náð inn í maískornin að þau taka að springa. Styrkurinn í ofninum er 700 wött eða meiri og örbylgjunum er beint í mjög ákveðna stefnu. Til samanburðar er geislunarorka frá farsíma í mesta lagi 2 wött og að auki dreifist hún til allra átta.

Og höfundur myndbandsins, Abraham Glezerman, hefur líka viðurkennt á CNN að poppkornin sem þarna sjást hafi verið poppuð fyrirfram. Þau voru látin falla niður á borðið þannig að á myndbandinu virðast þau hoppa upp af símanum. Maískornin sem sett voru við símann voru fjarlægð í myndvinnslu eftir á. Myndbandið mun hafa verið liður í markaðssetningu á nýjum heyrnartólum.