Í kolefnisríkri skífu umhverfis hina ungu stjörnu Beta pictoris gætu nú verið að myndast reikistjörnur.

Stjörnufræði

Sólkerfi okkar er um 4,5 milljarða ára en Beta pictoris ekki nema 8 - 20 milljóna ára og stjörnufræðingar velta nú fyrir sér hvort svona mikið af kolefni kunni einhvern tíma að hafa verið að finna í sólkerfi okkar.