Það sem menn álitu fyrst að væri tilviljanakennd beinahrúga á eyjunni Akab, um 50 km norður af Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, reynist nú hreint ekki vera nein tilviljun. Beinin eru öll úr sömu tegund sækúa og þeim hefur verið raðað í ákveðið mynstur af ýtrustu nákvæmni. Mismunandi gerðir beina hafa verið lagðar í ákveðin lög og hauskúpunum komið þannig fyrir að þær vísa til austurs.

Sophie Méry, sem fer fyrir vísindamönnunum, telur að líta beri á beinasafnið sem hyllingu þessarar dýrategundar, sem haft hafi mikla þýðingu fyrir fólk á svæðinu, bæði sem uppspretta fæðu og skinna.

"