Mallory og Irwine kynnu að hafa komist á tind Everestfjalls 1924.

Samkvæmt kennslubókunum voru það Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Nepalinn Tenzing Norgay sem fyrstir manna náðu alla leið á tind Everestfjalls árið 1953. Hugsanlegt er hins vegar að tveir Englendingar hafi komist á tindinn heilum 29 árum fyrr, þeir George Mallory og Andrew Irwine.

Þann 8. júní lögðu þeir af stað á tindinn en sáust aldrei framar á lífi. Menn hafa fundið bæði ísöxi Irwines og lík Mallorys og gátu af því ráðið að hann hafi verið á niðurleið. En þeirri spurningu er ósvarað hvort hann hafi náð á tindinn áður en hann sneri við.