Tækið er svo lítið að það kemst fyrir í klemmu sem sett er á tönnina.

Tannhirða Vísindamenn við Alberta-háskóla í Kanada hafa þróað tæki sem getur gert við tannskemmdir. Einn þeirra, dr. Tarak El-Bialy, komst að því 2005 að svokölluð lágtifs hátíðnihljóð eða “LIPUS”-hljóð geta grætt tennur. LIPUS-tækið sem hann notaði við tilraunir sínar var þó allt of stórt til að komast fyrir í munni og hann sneri sér því til Jie Chen og Ying Tsui við tæknideild háskólans og bað þá að þróa minni útgáfu af tækinu. Niðurstaðan varð lítil klemma sem auðveldlega má koma fyrir á tönninni sem þarfnast lagfæringar.