Settu á þig loftþétta hattinn í nokkrar mínútur á degi hverjum og innan skamms fer hárið að vaxa á skallanum á ný. Og þú borgar ekkert nema hatturinn virki! Þannig auglýsti bandarískt fyrirtæki í byrjun 20. aldar. Hatturinn kallaðist „Modern Vacuum Cap“ og líktist helst hermannahjálmi með áfastri slöngu. Þegar loft var sogað úr hattinum átti undirþrýstingurinn að soga blóðið upp í hársekkina og örva hárvöxtinn.