Nú eru farsímarnir jafnframt orðnir að tónspilurum og þess vegna setur Sony Ericsson á markað heyrnartól sem skynja hreyfingar. Þegar síminn hringir nægir að taka annað heyrnartólið úr eyranu til að stöðva tónlistina. Þegar þú stingur heyrnartólinu inn aftur heldur músíkin áfram þar sem frá var horfið.