Breska nýlenduveldið bar með sér enska tungu til margra landa. Þessi mynd er frá Indlandi.

Sú staðreynd að enska skuli nú vera útbreiddasta tungumálið, stendur í nánu samhengi við stofnun og úbreiðslu breskra nýlendna. Um aldamótin 1600 var enska aðeins töluð í Englandi og suðaustur-hluta Skotlands. Aðeins um 7 milljónir manna voru enskumælandi.

En í upphafi 17. aldar jókst áhugi Englendinga á verslun og nýlendum. Jafnframt því sem Englendingar lögðu undir sig landsvæði og stofnuðu nýlendur í fjarlægum heimshlutum, breiddist tungumálið út. Þegar breska heimsveldið stóð í mestum blóma, upp úr 1920, náði það yfir nærri fjórðunginn af þurrlendi á hnettinum og svipað hlutfall af fólksfjöldanum. Auk Stóra-Bretlands náði þetta veldi m.a. yfir Kanada, Ástralíu, Pakistan, Indland, mörg smáríki í Asíu svo sem Ceylon (nú Shri Lanka) og stóra hluta af Afríku. Nú er enska útbreidd víða um heiminn og aðaltungumálið t.d. á Írlandi og í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Kanada og Ástralíu.