Náttúran

Ísinn er ótraustur

Íshellan á vesturhluta Antarkís hýsir nægjanlegt vatn til að yfirborð í höfum rísi um 5 metra. Boranir á hafsbotni sýna að íshellan hefur 40 sinnum bráðnað við aðstæður sem gætu endurtekið sig eftir fáa áratugi, ef magn koltvísýrings í lofthjúpnum minnkar ekki skjótt.

BIRT: 04/11/2014

Þetta hefur aldrei verið gert áður. Fyrst boruðu vísindamenn á Andrill-borpallinum holu í gegnum 84 metra ís á hinni risavöxnu fljótandi íshellu, Ross-íshellunni, á Suðurskautslandinu. Síðan var borpallinum komið fyrir í vatni af bráðnum ís svo hann myndi haldast fastur í sömu hæð meðan íshellan reis og féll með sjávarföllunum. Borstrengnum var sökkt hægt niður gegnum 850 metra sjó meðan íshelluna rak dag hvern hálfan metra í vesturátt.

„Það var eins og að stinga blautu spagettíi niður í gegnum sjóinn,“ segir leiðangursstjórinn Tim Naish við Victoria University of Wellington á Nýja-Sjálandi. Verkefnið var miklum örðugleikum bundið, því að bornum átti að koma fyrir á hafsbotni á svæði með einungis 9 metra þvermál.

Tíminn leið og þeir 57 þátttakandi vísindamenn frá Nýja-Sjálandi, BNA, Ítalíu, Þýskalandi og Kanada gerðust óþolinmóðir. Loksins rann upp ögurstundin þegar borinn hékk rétt yfir æskilegum stað á hafsbotni. Sterkir hafstraumar þrýstu kassanum með bornum til og hættan á mistökum vofði yfir, en bormennirnir biðu þess tíma dags þegar sjávarfalla gætti minnst. Þá krossuðu þeir fingurna og sökktu bornum niður í botninn. Staðurinn reyndist vera sá rétti og þegar demantsborinn tók að snúast og brjóta sér leið í gegnum setlögin var það í horni, sem var einungis einni gráðu frá því að vera lóðrétt. Fyrst komu kjarnarnir upp í litlum bútum en síðan gekk þetta betur fyrir sig og borinn át sig hægt og örugglega 1.285 metra niður í djúpið. Hvern morgunn voru 18 metrar af borkjarna fluttir upp til fræðimanna. Á rannsóknarstofunni voru sýnishornin skorin langsum í sundur, aldursgreind og sundurgreind, og kjarninn frá hafsbotni undir heimsins stærstu íshellu segir furðulega sögu sem er í senn heillandi og skelfileg.

Geymir gríðarlegt magn vatns

Íshellan á vesturhluta Antarkís geymir nægjanlegt vatn til að hækka sjávaryfirborð um 5 metra ef hún bráðnar. Greiningar jarðfræðinga sýna að íshellan hrundi algjörlega 40 sinnum og hvarf á tímabili fyrir milli 5 og 3 milljón árum. Þá var loftslagið einungis fáeinum gráðum heitara en nú og magn gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings í lofthjúpnum var í svipuðu magni og trúlega verður náð þegar innan tveggja áratuga. Árið 2007 sagði loftslagsnefnd SÞ, IPCC, að yfirborð sjávar myndi stíga milli 18 og 59 sm fram til ársins 2100, einkum þar sem heitari sjór hefur meira rúmtak. En nefndin viðurkenndi beinlínis að örðugt er að ráða hvort bráðnun á ísnum á Grænlandi og Suðurskautinu myndi hækka sjávaryfirborð enn frekar. Sérfræðinga skortir bæði mælingargögn og góð líkön yfir eðlisþætti íshellunnar í heitari heimi. Síðan þá hafa gervihnattamælingar sýnt að íshellurnar fara minnkandi á báðum heimsskautum. Á Grænlandi minnkar innlandsísinn um 150 milljarða tonna árlega, meðan massatap á ári hverju frá íshellunum á Suðurheimsskautinu nemur 200 milljörðum tonna, en meirihluti þess er frá vesturhlutanum.

Austur og vesturhluti Suðurskautslandsins eru skornir í sundur af Trans-Antartísku fjöllunum, sem liggja frá norðri til suðurs, þvert yfir Suðurskautslandið. Þrátt fyrir að íshellan í vestri sé langtum minni en sú austlæga, er hún samt sem áður risastór. Íshellan rýmir 3,8 milljón rúmkílómetra af ís og er tvisvar og hálfu sinni stærri en innlandsísinn á Grænlandi. Frá náttúrunnar hendi er vesturíshellan óstöðugri en aðrar miklar íshellur á jörðu. Það stafar fyrst og fremst af því að vesturhluti íssins er undir sjávarborði. Í öðru lagi er botnfrosinn ísinn umlukinn af stórum íshellum sem fljóta á sjónum – sú stærsta er Ross-íshellan sem gæti þakið Spán. Ef íshellurnar bráðna vegna gróðurhúsaáhrifa mun fasta ískápan renna í sjó fram og þynnast út. Það getur orðið til að sjórinn þrengir sér undir ískápuna og bræði ísinn neðanfrá þannig að grunnlínan – mörkin milli botnfrosins og fljótandi íss – skreppi saman. Þetta ferli myndi endurtaka sig.

Sumir fræðimenn hafa lengi óttast að þetta sjálfstyrkjandi ferli geti valdið algjöru hruni ískápunnar. Fram til þessa hafa þetta þó einungis verið tilgátur enda hafa menn ekki vitað hvort vesturíshellan hafi áður bráðnað frá því að ísinn huldi Suðurskautsmeginlandið fyrir 35 milljón árum. Loftslag jarðar fyrir 5 til 3 milljón árum er möguleg hliðstæða fyrir loftslag framtíðar. Hitastig á þeim tíma var 3 – 5 gráðum hærra en nú. Innihald úthafanna á koltvísýringi á tímaskeiðinu hefur verið ákvarðað með greiningu á borkjörnum af hafsbotni og út frá þeirri þekkingu hafa fræðimenn reiknað styrk gróðurhúsagassins í lofthjúpnum sem nam um 400 milljónustuhlutum (ppm). Í dag er styrkurinn 385 ppm en ekki ólíklegt að 450 – 560 ppm muni nást á miðri þessari öld nema því aðeins að dregið sé skjótt úr losun koltvísýrings.

Aðstæður breytast hratt

Það er miklum vandkvæðum bundið að ná í sýni frá hafsbotni sem geta sýnt verkanir hlýnandi loftslags á íshellurnar á Vestur-Antarkís. Nauðsynlegt er að sækja slík sýnishorn nærri íshellunni og þar hafa milljón ára gömul setlög jafnan eyðilagst vegna hreyfingar íssins. Á síðasta áratug liðinnar aldar bentu jarðfræðilegar rannsóknir hins vegar til að finna mætti ósnortin setlög í gljúfri nærri eyjunni Ross Island. Í gljúfrinu hafa setlögin haldist óskert þótt ískápan yxi og ryddist yfir barmana.

Skjálftarannsóknir með sprengingum á íshellunni staðfestu að setlögin hefðu staðist tímans tönn og borunarstaður fyrir Andrill-verkefnið var fundinn.
Þegar borkjarninn kom upp úr djúpinu fundu jarðfræðingarnir breytileg lög af þremur gerðum sets frá tímaskeiðinu frá því milli 3 og 5 milljón árum. Á köldum ísöldum óx ískápan þannig að svæðið var hulið gegnheilum ís og setlögin þaðan innihéldu mikið magn af möl og steinum sem ísskjöldurinn hafði rutt með sér. Á sumum tímaskeiðum var Ross-hafið hulið íshellu, rétt eins og nú og þar voru setlögin með fínkornuðum leirsteini. En á hlýskeiðum innihéldu setlögin mikið af steingerðum kísilþörungi sem lifir með ljóstillífun við yfirborð sjávar – og það sannar að íshellurnar höfðu bráðnað og í þeirra stað kom opið haf með ríkulegri líffræðilegri framleiðslu. Fundur á tilteknum gerðum kísilþörunga í setlögunum afhjúpaði ennfremur að jafnvel á sumrin var enginn hafís. Jarðfræðingar telja því í ljósi þess að íshellan á vesturhluta Suðurskautslandsins hafi annað hvort verið afar lítil á þessum hlýskeiðum eða jafnvel alveg bráðnað burt.

„Við vorum undrandi á því hve skjótt aðstæður breyttust frá stórri ískápu með botnfrosnum ís yfir í opið haf. Í sumum tilvikum getur ferlið hafa átt sér stað á minna en 1.000 árum,“ segir Tim Naish. Samtals 40 hringrásir með botnfrosnum ís, fljótandi íshellum og opnu hafi er að finna í borkjarnanum. Í sjálfu sér segja þessi jarðfræðilegu gögn einungis til um aðstæður á borunarstaðnum, en David Pollard við Pennsylvania State University og Robert DeConto við University of Massachusetts hafa útbúið besta líkan til þessa yfir sögu íshellunnar á vesturhluta Antarkíss. Þetta nýja líkan endurmyndar sannaðar breytingar frá risavöxnum ískápum, sem voru miklu stærri en sú núverandi, yfir í aðstæður eins og eru nú til dags til tímaskeiða þar sem íshellan hafði alveg bráðnað og horfið.

Útreikningarnir sýna hvernig grunnlína íssins í Ross-hafi rykktist fram og til baka í þessum miklu loftslagsbreytingum og niðurstöðurnar passa við mælingar úr borkjarnanum. Ennfremur bendir líkanið á að bráðnun neðanfrá skipti sköpum við niðurbrot íshellunnar á hlýskeiðum. Pollard og DeConto álykta að verði Suðurhafið fimm gráðum hlýrra en nú á dögum, þá hverfi vesturíshellan algjörlega á tveim árþúsundum. Afleiðingin yrði yfirborðshækkun sjávar sem nemur fimm metrum.

„Tímaskeiðið fyrir þremur til fimm milljón árum er afar mikilvægur gluggi í þróun loftslags á næstu öldum. Það að hitastig hafi verið 3 – 5 gráðum hærra en nú, þegar koltvísýringur nam 400 ppm bendir, ásamt uppgötvun endurtekinnar hrörnunar vesturískápunnar, til að loftslagskerfi jarðar sé viðkvæmara en vænta mátti gagnvart auknu magni gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Því getur hnattræn hlýnun fram til ársins 2100 vel orðið meiri en þær 2 – 5 gráður sem IPCC hefur spáð fyrir um,“ segir Tim Naish.

Borkjarninn úr Andrill-verkefninu sýnir að ískápan á V-Antarkís hefur horfið mörgum sinnum á tímaskeiði sem nemur 1.000 – 3.000 árum. Hafi bráðnunin átt sér stað með nokkuð jöfnum hraða, samsvarar hækkuð sjávarstaða til milli 10 og 50 sentimetra aukningar á hverri öld. Auk þess er búist við aukinni bráðnun á innlandsísnum á Grænlandi, og margir leiðandi loftslagsfræðingar hafa nýlega sagt fyrir um að yfirborð heimshafanna muni hafa hækkað um metra árið 2100 – nóg til að færa láglendi á kaf, þar sem nú búa 145 milljónir manna.

„Skilaboð fortíðar eru skýr. Ef við viðhöldum um tvær aldir sama magni gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum litlu yfir núverandi magni, setjum við í gang ferli, sem verður til að íshellan á V-Antarkís hverfur á tveimur árþúsundum,” segir leiðangurstjóri Andrill, Tim Naish.

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.