Darb-i Imam-musterið í Íran er prýtt flatarmálsmyndum sem byggjast á fimm- og tíhyrningum.

Fornleifafræði

Svonefnd girih-mynstur sem prýða margar íslamskar byggingar frá miðöldum reynast nú leyna á sér. Eðlisfræðingar við Harvard og Princeton-háskóla í Bandaríkjunum segja að í þessum flatarmálsmynstrum leynist flókin hugsun sem sýni að byggingameistararnir bjuggu yfir mikilli þekkingu á stærðfræðilögmálum sem menn á Vesturlöndum uppgötvuðu ekki fyrr en 500 árum seinna. Mynstrin byggja á fimmhyrningum og tíhyrningum og virðast fljótt á litið endurtaka sig í sífellu en gera það í raun aldrei. Eðlisfræðingurinn Peter Lu uppgötvaði mynstrin á ferð í Usbekistan, þar sem hann var að leita að slíkum mynstrum í náttúrunni. Hann varð því meira en lítið undrandi þegar hann rak augun í þau á byggingu frá miðöldum. Nákvæmari rannsóknir sýndu einmitt þessa sérstæðu fimm- og tíhyrningalögun.