Jörðin

Jörðin er menguð af birtu

Dýrin eru ekki lengur fær um að rata. Stjörnufræðingar koma ekki lengur auga á stjörnurnar. Og við hin eigum á hættu að fá andlega og líkamlega kvilla. Ljósmengun er vaxandi vandamál um gjörvallan heim en með nýrri löggjöf og bættari lýsingu ætti okkur að takast að endurheimta myrkrið.

BIRT: 04/11/2014

Þegar forfeður vorir litu upp í himininn á hinum myrku miðöldum, í orðsins fyllstu merkingu, gátu þeir komið auga á u.þ.b. 14.000 stjörnur. Í dag flokkast það í mörgum borgum undir heppni að koma auga á eitt hundrað. Sums staðar hefur birtan frá siðmenningunni meira að segja algerlega drekkt öllum stjörnum. Margir þekkja það ekki að sjá Vetrarbrautina teygja sig þvert yfir himininn, öðruvísi en frá ferðum sínum lengst uppi í sveit.

Ástæðuna er að finna í síaukinni ljósmengun. Um er að ræða fyrirbæri sem angrað hefur stjörnufræðinga um langa hríð og sem angrar okkur leikmennina í síauknum mæli, líkt og hún einnig hrjáir ýmis dýr. Með ljósmengun er átt við alls kyns ómeðvituð áhrif af rafmagnslýsingu utanhúss. Þegar við erum stödd úti á landi á dimmum vetrarkvöldum og horfum í átt að stórborg getum við t.d. komið auga á hvelfingu af óskýru ljósi sem lyftist upp yfir borgina og fær bakgrunninn á himni til að blikna. Þess konar birta kallast einnig birtumengun og hún gerir vart við sig þegar sú birta sem send er upp í andrúmsloftið dreifist með ryki og vatnsdropum. Bjarminn gerir erfitt fyrir að stunda stjarnfræðilegar athuganir á stóru svæði. Önnur tegund af ljósmengun nefnist blindun, en hún á rætur að rekja til andstæðna milli ljóss og myrkurs. Blindun á sér t.d. stað þegar stórir ljósgjafar á borð við ljóskastara á byggingarsvæði, eða stórum fótboltavelli, gera okkur erfitt fyrir að ná áttum vegna þess að augun eiga erfitt með að venjast skyndilega mikilli birtu eftir að hafa verið í algeru myrkri. Undir ljósmengun fellur einnig það sem nefnt hefur verið birturingulreið en með því er átt við marga ljósgjafa sem keppast um athyglina og valda truflun. Þetta getur sem dæmi gert vart við sig þegar mörg neónskilti blikka hvert í kapp við annað svo og ljóskastarar og önnur óhófleg götulýsing.

Stjörnufræðingar voru þegar farnir að hafa áhyggjur af ljósmengun fyrir meira en 50 árum. Þegar stjörnur, halastjörnur og önnur fyrirbæri á himnum fóru að blikna í augum stjörnufræðinganna vegna bjarma frá lýsingu af mannavöldum hófu þeir að flytja stjörnuathugunarstöðvarnar út fyrir birtu borganna. Á 6. áratug 20. aldar var konunglega breska Greenwich-stjörnuathugunarstöðin t.d. flutt frá London upp í sveit til Sussex vegna ljósmengunar og í lok 8. áratugarins gerðist aftur þörf fyrir að flytja stjörnukíkjana og í þetta skipti alla leið til Kanaríeyja. Álíka flutningur hefur átt sér stað í mörgum stjörnuathugunarstöðvum um heim allan og þessa stundina hópast stjörnufræðingar á víðáttumiklar og eyðilegar slétturnar í m.a. norðurhluta Chile þar sem nóttin er ennþá kolbikasvört og útsýnið upp í himinhvolfið óheft með öllu.

Ljósmengunin hrellir ekki einvörðungu stjörnufræðinga, því sálfræðingar sem rannsakað hafa fyrirbærið eru þeirrar skoðunar að lífsgæði okkar mannanna líði fyrir að við getum ekki virt fyrir okkur náttúrulega birtu næturinnar og horft á stjörnurnar. Þetta hefur hrellt ljóðelskar sálir sem fara á mis við innblásturinn frá glitrandi margbreytileika himinhvolfsins en afleiðingarnar geta einnig verið af sálrænum toga: Viðamikil rannsókn sem gerð var á 100.000 bandarískum hjúkrunarfræðingum leiddi í ljós að konum sem dvelja í rafmagnslýsingu á myrkum stundum sólarhringsins, starfs síns vegna, hættir meira til að fá brjóstkrabbamein en öðrum konum. Þessi aukna áhætta er jafnvel talin stafa af dræmri framleiðslu á hormóninu melatóníni, en rannsóknir á dýrum hafa einmitt leitt í ljós að hormónið gagnast gegn krabbameini. Melatónínframleiðslan er mest í myrkri og hún minnkar um leið og birta hefur áhrif á augun.

Skjaldbökuafkvæmi fara ranga leið

Tengslin milli ljósmengunar og sjúkdóma hafa þó aðeins verið rannsökuð í mjög litlum mæli og enn sem komið er fyrirfinnast engar óbrigðular sannanir fyrir því að óhófleg rafmagnslýsing geti kostað mannslíf.

Hins vegar er vitað fyrir víst að tiltekin dýr verða að lifa við ljósmengun, og deyja af hennar völdum, sem breytir nótt og dag og öfugt. Þó svo að ekki hafi tekist að kortleggja nákvæmlega hvernig sum dýr rata í myrkri, þá eru vísindamenn ekki í vafa um að útilýsingin getur ruglað dýrin í ríminu. Ýmislegt virðist benda til þess að farfuglar rati með hliðsjón af sólsetri og sólarupprás en rafmagnslýsingin ruglar þá hins vegar í ríminu. Í Bandaríkjunum hafa líffræðingar reiknað það út að milli fjórar og fimm milljónir fugla drepist ár hvert af að fljúga á upplýsta turna, skorsteina og háhýsi.

Skjaldbökuafkvæmi eru heldur ekki óhult fyrir áhrifum rafmagnslýsingar, ef marka á sorglega reynslu frá Flórída í Bandaríkjunum. Þegar nýfædd skjaldbökuafkvæmi niðri í fjöru ættu að leita út á sjó að nóttu til, ganga þau oft á tíðum í þveröfuga átt vegna þess að þau láta gabbast af ljóshafinu ofar á landi, þar sem svo er keyrt yfir þau eða þau verða öðrum dýrum að bráð. Vandinn er fólginn í því að eðlisávísun skjaldbökuafkvæmanna segir þeim að leita að bjartasta staðnum á sjóndeildarhringnum, sem um milljónir ára hefur verið opið hafið undir stjörnubjörtum himninum en ekki upplýst hótel, strandstígar og íbúðarhverfi.

Dýr í líkingu við froska og salamöndrur, sem leita að fæðu á nóttinni og sofa á daginn, verða einnig fyrir áhrifum af myrkurleysinu. Þegar ljósin í borgunum og meðfram verslununum slokkna seint á nóttu fara dýrin sífellt seinna á stúfana til að afla sér fæðu og þannig styttist sífellt sá tími sem þeim er ætlaður fyrir fæðuöflun.

Ljósmengunin er ekki hvað síst alvarlegt vandamál hjá skordýrum. Þýski skordýrafræðingurinn Erhard Eisenbeis hefur t.d. sýnt fram á að rafmagnslýsing utanhúss sogar til sín ógrynnin öll af skordýrum í 3 km radíus. Þetta getur leitt til þess að tilteknar tegundir hverfi með öllu. Vísindamenn í Víetnam hafa uppgötvað að jafnvel dauft auglýsingaskilti geti deytt 350.000 skordýr á ári. Ljósmengun getur með öðrum orðum haft mjög alvarleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni til lengri tíma litið og orsakað ringureið í fæðukeðjunni.

Berjast fyrir myrkri

Þetta vandamál hefur gert það að verkum að margir einstaklingar og ýmis samtök eru nú farin að berjast gegn óhóflegri rafmagnslýsingu. Hér nægir að nefna grasrótarhreyfinguna International Dark-Sky Association (IDA), sem hópur stjörnufræðinga setti á laggirnar árið 1988. Samkvæmt heimildum samtakanna er u.þ.b. þriðjungur rafmagnslýsingar úti fyrir algerlega óþarfur. Auk þess sem rafmagnslýsingin hrjáir bæði menn og dýr er hún að sjálfsögðu einnig kostnaðarsöm í krónum og aurum talið. Samtökin gera því skóna að Bandaríkjamenn einir verji 10,4 milljörðum dollara (yfir 800 milljörðum króna) á ári hverju í óþörf ljós. Þá má einnig geta þess að ljósmengunin stuðlar enn fremur að hækkun hitastigs jarðar.

Í mörgum borgum og ríkjum Bandaríkjanna hafa verið teknar ákvarðanir um að draga úr ljósmenguninni með hertri löggjöf og styðja samtökin IDA við þessa starfsemi, auk þess sem peningasparnaðaráhrifin einnig vega þungt. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að ljósastaurar, sem lýsa til hliðanna og upp á við, hafa verið leystir af hólmi af staurum þar sem birtunni er beint nákvæmlega þangað sem ætlunin er að lýsa upp, nefnilega á akbrautina. Á mörgum stöðum hefur enn fremur verið bannað með lögum að hafa mannlaus byggingarsvæði upplýst að nóttu til. Þá er einnig brýnt að tryggja að lýsingin taki mið af aðstæðum, þannig að ljósgjafinn sé ekki óþarflega öflugur. Þannig má koma í veg fyrir að birtan endurkastist af yfirborðinu.

Hægt er að áorka miklu með einföldum ráðstöfunum á borð við þessar. Þessu hafa Tékkar og Slóvenar einnig komist að raun um. Tékkland var fyrsta landið í heimi sem samþykkti sérstaka löggjöf gegn ljósmengun árið 2002 og árið 2007 fylgdu Slóvenar í kjölfarið. Í báðum löndunum er öllum skylt, hvort heldur er einkaaðilum ellegar opinberum stjórnvöldum, að beita öllum ráðum til að draga úr rafmagnslýsingu utan dyra. Þeir sem gerast brotlegir við lögin eru sektaðir og nema sektirnar allt frá örfáum þúsundköllum og upp í hundruð þúsunda króna.

Samkvæmt löggjöf beggja landa telst ljósmengun vera „hvers konar rafmagnslýsing sem nær út fyrir það svæði sem henni var ætlað“. Einkum er einblínt á lýsingu sem beint er upp á við. Allir ljósastaurar sem settir hafa verið upp eftir að lögin öðluðust gildi eru nú með hlífum sem koma í veg fyrir að ljósið lýsi upp á við. Víða í borgum, m.a. í miðborg næststærstu borgar Tékklands, Brno, hafa verið settir upp nýir stjörnuvænir ljósastaurar í stað þeirra gömlu.

Þá hefur öll lýsing á opinberum stöðum að sama skapi verið takmörkuð og bannað er að lýsa upp kirkjur og hallir með öflugum kösturum, sem lýsa upp neðan frá. Í Slóveníu er gert ráð fyrir að árlegur orkusparnaður muni nema 10 milljón evrum eða ríflega einum milljarði íslenskra króna.

Auk þess sem löggjöf hefur verið breytt í þessu tilliti er ýmiss konar átak einnig í gangi. Í október á síðasta ári var haldin svokölluð Lights Out hátíð, þar sem íbúarnir voru hvattir til að slökkva öll óþörf ljós í eina klukkustund. Áþekkar uppákomur hafa m.a. verið haldnar á Íslandi, í Ástralíu, Kanada, Íran og víðar, auk þess sem fleiri eru á döfinni í vor. Hugmyndin er að ef fólki gefst tækifæri til að sjá stjörnurnar eitt kvöld muni áhuginn á frekara myrkri aukast.

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Maðurinn

3 ókostir við greind

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.