Nú geta vísindamennirnir breytt A-, B- og AB-blóði í O-blóð með því að fjarlægja Andgen

Læknisfræði

Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna, undir forystu Henriks Clausen prófessors við Frumu- og sameindalæknisfræðistofnunina við Kaupmannahafnarháskóla., hefur þróað aðferð til að breyta gjafablóði í blóðflokkunum A, B og AB í blóðflokk O sem hæfir öllum.

Það sem einkennir blóðflokk O er að í blóðið vantar tvö andgen í formi sykurefna sem annars sitja á rauðu blóðkornunum. Í blóðflokki A er annað efnið að finna, hitt í blóðflokki B, en í AB-blóði eru bæði efnin. Þar eð líkaminn myndar mótefni gegn því sykurefni sem ekki er að finna í líkamanum, er blóð í O-flokki öllum hættulaust, enda ber það engin efni sem ónæmiskerfið bregst við.

Henrik Clausen og félagar hans rannsökuðu þykkni úr 2.500 bakteríum sem búa yfir hæfni til að klippa sundur mismunandi sykurefni. Þykkni einnar bakteríunnar reyndist afar heppilegt til að fjarlægja A-sykurefnið en þykkni úr annarri tegund fjarlægði B-sykurefnið. Ensímin sem standa á bak við þessa hæfni voru því næst einangruð og má nú nota til að breyta öllu gjafablóði í hið eftirstótta O-blóð.