Nýja háhraðavélin notar leysigeisla til upplýsingaöflunar og myndirnar líkjast ljósförum.

Sum fyrirbrigði á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði gerast svo hratt að háhraðamyndavélar ná ekki að fanga þau á mynd. Þetta gildir t.d. um smásæja strauma vökva í lifandi frumum og virkni taugafrumna. Nú hafa verkfræðingar hjá Kaliforníuháskóla smíðað háhraðamyndavél sem nær um 6,1 milljón mynda á sekúndu. Í myndavélinni er notuð leysitækni, en ekki svonefnd CCD-eining, sem fangar myndir í stafrænni myndavél. Þess í stað dælir myndavélin leysigeislum yfir. Myndirnar birtast sem ljósför á skjá og fagþekkingu þarf til að túlka þau.