Eftir árs seinkun kemur nú Eee-tölvan frá Asus loksins á markað. Þessi sérkennilega, litla tölva kann að vekja upp gamlar minningar um Commodore 64. En hér er Atom-örgjörvi, 1GB í vinnsluminni og 32GB flash-diskur. Til hægri við lyklaborðið er snertiskjár sem stjórna má með fingri eða penna. En höfuðsnilldin er þó sú að tölvan sendir þráðlaus boð í stóra flatskjáinn í stofunni.