Rafbílar eru komnir eða á leið á markað frá framleiðendum um allan heim og nú er röðin líka komin að mótorhjólunum. Einn af stóru kostunum er sá að bygging slíkra hjóla getur verið tiltölulega einföld og hreyfihlutir fáir.

Þetta hafði ástralski hönnuðurinn Dan Anderson í huga þegar hann upphugsaði Volta – rafdrifið mótorhjól fyrir adrenalínfíkla með næmt fegurðarskyn. Rafhlaðan – og þar með þyngdarpunkturinn – er neðarlega til að treysta jafnvægið, en sætið virðist svífa út í loftið. Þegar ekki er lengur þörf fyrir bensíntank opnast alveg nýir möguleikar fyrir fjöðrun sætisins og um leið róttæka útlitsbreytingu.