Nýfundni froskurinn er um 1 mm lengri en minnsta frosktegundin.

Í Andesfjöllum í Suður-Ameríku hafa dýrafræðingar m.a. frá Tierkunde-safninu, uppgötvað nýja tegund froska sem komast auðveldlega fyrir á nögl þumalfingurs. Froskurinn er rétt ríflega 1 sm að lengd, hefur fengið heitið Noblella pygmaea og fór beint á listann yfir minnstu froska heims.

Tegundin fannst í 3.100 metra hæð í Valle de Cosnipata í Perú. Þar lifir hann í röku skóglendi í bröttum fjallshlíðum sem nánast alltaf eru huldar þoku. Kvendýrin eru örlitlu stærri. Egg þeirra eru tvö talsins og um 4 mm í þvermál. Eggjunum er verpt í rakan mosa eða á laufblöð og móðirin fylgist með þeim þar til þau klekjast. Úr eggjunum koma fullskapaðir froskar en ekki halakörtur eins og tíðast er meðal froska. Þessir froskar hafa þannig að fullu aðlagast lífi á þurrlendi og þurfa ekki á vatnstjörnum að halda.