Þrívíddartæknin fer sigurför um kvikmyndahúsin um þessar mundir. Og nú er röðin komin að venjulegum myndavélum. Frá Fuji kemur nú þrívíddarmyndavél sem bæði tekur ljósmyndir og myndskeið og hvort tveggja má skoða á skjá vélarinnar án þess að nota þrívíddargleraugu.