Þessi hornkarta var ein 14 tegunda sem brasilísku vísindamennirnir fundu í leiðangrinum.

Líffræði

Brasilía er vel þekkt fyrir tegundafjölbreytni í dýraríkinu, en nú hafa fleiri bæst í hópinn. Nýlega hafa brasilískir vísindamenn uppgötvar 14 áður óþekktar tegundir í mánaðarlöngum leiðangri um Cerrado-svæðið, sem er eitt af 34 svæðum í heiminum þar sem fjölbreytni lífríkisins er hvað allra mest.

Hér fundu vísindamennirnir átta tegundir fiska, eina hornkörtu, tvö skriðdýr, eitt spendýr, eina spætu og loks fótalausa sandeðlu. Allar tegundirnar fundust í nágrenni rannsóknastöðvarinnar Serra Geral do Tocantis, sem stendur á 700.000 hektara friðuðu svæði. Í hópnum voru 26 dýrafræðingar frá ýmsum háskólum og þeir hrifust einkum af sandeðlunni. Þetta fótalausa dýr líktis slöngu afarmikið og álar sig áfram á sama hátt.

Cerrado-svæðið er graslendi með talsverðum skógi og var fyrr á tíð á stærð við hálfa Evrópu. Nú er hér víða stunduð akuryrkja eða kvikfjárrækt og hið upprunalega dýra- og plöntulíf því á hröðu undanhaldi. Hið sama gildir svo um Amasón-regnskóginn sem liggur að Cerrado-svæðinu.