Þátttakendur fengu örvun gegnum rafóður, féllu í dýpri svefn og minnið batnaði.

Læknisfræði

Örlítill rafstraumur til heilans meðan við sofum veitir fólki með lélegt minni mikla hjálp. Þýskir vísindamenn telja sig hafa sýnt fram á þetta. Hálftíma raförvun dugði til að bæta minnið um 8% hjá þeim 13 einstaklingum sem tóku þátt í tilrauninni.

Þátttakendur áttu að læra allmörg orð utan að um kvöldið og fyrir svefninn voru allmargar rafóður festar á andlit þeirra. Þegar fólkið var sofnað, sendu vísindamennirnir vægan straum til heilans um hálftíma skeið. Þessi raförvun olli því að fólkið féll í dýrpri svefn og það er einmitt þessi djúpi svefn sem vísindamennirnir telja bæta minnið.