Hjá mannfólkinu eru það estrógen og testósterón sem ákvarða hvort brjóst eða barkakýli taka að þroskast hjá unglingum. Þvert gegn langri og „öruggri“ vitneskju um að kynhormónin ráði kyni allra hryggdýra, afhjúpa vísindamenn nú að þetta gildi ekki um fugla. Á grundvelli sjaldséðs fyrirbrigðis – kjúklings sem kemur úr egginu að hálfu hani og að hálfu hæna – sýna þeir fram á að kyn frumunnar ákvarðist af frumunni sjálfri en ekki hormónum í umhverfinu. Uppgötvunin getur varpað nýju ljósi á hvað gerir hryggdýr karlkyns eða kvenkyns.