Til að svara megadílakapphlaupinu meðal símaframleiðenda hyggjast menn hjá Samsung nú setja á markað umhverfisvænan síma. Hann er gerður úr notuðum plastflöskum. Í símanum er skrefateljari og hann sýnir þér hve mikinn koltvísýring þú hefur sparað með því að ganga. Í sólskini duga sólfangarar á bakhliðinni til að knýja símann og geta jafnvel hlaðið hann upp í topp.