Vísindamennirnir lituðu fjaðrir karlfuglanna kolsvartar. Afraksturinn varð fleiri ungar.

Líffræði

Jafnvel eftir að kvensvalan hefur valið sér maka fyrir varptímann, er eins gott fyrir karlinn að halda sér vel til. Víxlspor í kynlífinu eru algeng meðal þessara fugla og sé fiður karlfuglsins ekki í toppstandi, getur hann átt á hættu að þurfa að ala önn fyrir fjölda unga sem hann á ekkert í. Það eru vísindamenn við Cornell-háskóla í New York sem nú hafa sýnt fram á þetta með því að lita jaðrir karlfugla og erfðagreina svo afkomendurna. Hjá norður-amerískum svölum er fjaðurhamurinn mikið kyntákn og kvensvölur falla gjarna fyrir sterkum litum. Því lituðu vísindamennirnir fjaðrir nokkurra karlfugla svartar og reyndin varð sú að þessir karlar eignuðust mun fleiri unga en hinir sem ekki fengu neinn gervilit á vængina.