Steinaldartyggjóið var gert úr tjöru. Það hafði sótthreinsandi og deyfandi áhrif.

Fornleifafræði

Nánast hvar sem gengið er um stéttir og stræti á maður á hættu að stíga ofan á einhverja tyggjóklessuna. Fæstir hafa þó trúlega ímyndað sér að rekast á notað tyggigúmí frá steinöld.

En nú hefur breskur fornleifafræðistúdent grafið upp 5.000 ára tyggjó með greinilegum tannaförum. Tyggigúmíið var unnið úr tjöru úr berki birkitrjáa og fannst á búsetustað manna frá nýsteinöld á vesturströnd Finnlands. Í tjörunni er fenól sem er sótthreinsandi efni sem drepur bakteríur og sveppi. Að auki hafa litlir skammtar af þe þessu efni deyfandi áhrif.

Tyggjóið hefur verið unnið með því að hita birkibörkinn og vinna síðan úr honum tjöruna, sem síðan var soðin. Til að mýkja efnið fyrir tyggingu var það svo hitað aftur.