Rafdrifnir vélfiskar eiga í framtíðinni að vakta mengun í vötnum, fljótum og í sjó.

Á árinu 2010 fá fiskar í höfninni við Gijón á Spáni 5 nýja félaga. Þessir nýju fiskar eru vitvélar sem vísindamenn hjá Essex-háskóla í Englandi hafa þróað og þeir eiga að greina mengun í höfninni með innbyggðum efnaskynjurum.

Vélfiskarnir eru um 1,5 metrar að lengd og synda eins og aðrir fiskar gera. Hver og einn kostar um 23.000 evrur í framleiðslu. Fiskarnir eru rafdrifnir og hlaða rafhlöður sínar við áfyllingarstöðvar neðansjávar. Þaðan senda þeir líka upplýsingar til móttökustöðvar uppi á landi. Í framtíðinni sjá menn fyrir sér að slíkir fiskar vakti líka mengun úti á rúmsjó.