Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Gráðugur drápshvalur réði ríkjum í höfum fortíðar

Til þessa óþekktur hvalur með ginið fullt af allt að 36 sm löngum tönnum

Eitt stærsta rándýr í sögu heims er nú fundið í Perú. Risavaxinn hvalur með ógnvænlegar tennur. Fræðimenn hafa nefnt risann Leviathan melvillei til heiðurs rithöfundinum Hermann Melville sem árið 1951 skrifaði hina heimsfrægu sögu „Moby Dick“ um eltingarleikinn við hinn skelfilega hvíta búrhval. Beinagrindin er 12 – 13 milljón ára gömul og Oliver Lambert við Institut Royal des Senses Naturelles de Belgique í Brussell, Belgíu, segir drápshval þennan hafi barist við 15 m langan hákarl, Megalodon, um yfirráð í heimshöfunum. Feiknarlegir kjálkar fornhvalsins voru alsettir allt að 36 sm löngum tönnum og því var Leviathan melvillei með eitthvert ógnvænlegasta gin sögunnar. Með því gat hann skjótt flensað stærðarinnar bráð í smá stykki. Vísindamenn þekkja þegar til slíkra tanna úr öðrum f Lesa meira

Greinalisti

Fljúgandi spendýr reyndist íkorni

Steingervingafræði Hver lagði fyrstur undir sig loftið? Voru það fuglar eða spendýr? Steingervingafræðingar í Kína telja sig nú hafa fundið svar við þessari spurningu eftir að hafa grafið upp um 130 milljón ára gamlan steingerving af dýri sem helst líkist íkorna og fengi hefur nafnið Volaticotherium antiquus. Vísindamennirnir álíta að íkorninn hafi náð valdi á flugi um sama leyti eða jafnvel fyrr Lesa meira

Steingerður, tröllvaxinn sjófugl fannst í Perú

Best varðveitta hauskúpa sem fundist hefur af Pelagornthidae-fugli, ætt mjög stórra sjófugla sem uppi var á tímabilinu fyrir 50 – 2,5 milljón árum, hefur nú fundist í Perú. Þetta nýjasta eintak er um 10 milljón ára. Hauskúpan er 40 sm löng og vænghafið hefur verið allt að 6 metrar. Flugtakið hefur ekki verið sérlega tignarlegt, segir Mario Urbina, steingervingafræðingur hjá Náttúruminjasafninu Lesa meira

Týndur krókódílshlekkur fannst í Brasilíu

Steingervingafræði Í Brasilíu hafa vísindamenn nú grafið upp steingerving af um 80 milljón ára gömlum krókódíl sem lifað hefur á landi. Þetta forsögulega dýr hefur fengið nafnið Montealtosuchus arrudacamopsi. Það líktist eðlum og var 1,7 metrar að lengd. Öfugt við krókódíla nútímans voru útlimirnir langir en að öðru leyti svipaði þeim mjög til fóta á krókódílum nútímans. Steingervingafræðingar Lesa meira

Heilabú manna stækkaði á ísöld

Heilabú frummanna fór skyndilega stækkandi þegar kólnaði í veðri og það var þá sem forfeður okkar þróuðust og urðu að Homo sapiens, hinum viti borna manni. Fyrir 2,5 milljónum ára voru aðstæður nákvæmlega réttar og leiddu til stækkunar heilans, segja vísindamenn hjá Howard-háskóla í Washington DC og Max Planck-lífefnastofnuninni í Jena. Fram að þessum tíma var loftslag á hnettinum um 2 gráðum h Lesa meira

Risaslangan sem var ámóta löng og strætó

Steingervingafræði Í kolanámu í Kólumbíu hefur nú fundist steingervingur af 13 metra langri slöngu sem talið er að hafi vegið ríflega 1,1 tonn. Að uppgötvunninni stóðu m.a. vísindamenn við Toronto-háskóla og slangan er sú stærsta sem nokkru sinni hefur fundist. Hryggjarliðirnir hafa verið yfir 300 talsins og þeir stærstu stærri en mannshnefi. Steingervingurinn er 58-60 milljón ára gamall og fanns Lesa meira

Grameðlan óx af lítilli eðlu

125 milljón ára forneðla sem fundist hefur í Kína varpar alveg nýju ljósi á drottningu risaeðlanna, grameðluna, eða Tyrannosaurus rex, sem var óhugnanlega stórvaxin kjötæta. Steingervingafræðingurinn Paul Sereno, ásamt kínverskum kollegum sínum, hefur nú afhjúpað næstum alheila vasaútgáfu af grameðlu. Þessi eðla er greinilega forveri Tyrannousaurus rex og hefur fengið heitið Raptorex kriegsteini. Lesa meira

Svakalegasta rándýrið fannst á Svalbarða

Ógnvekjandi skriðdýr sem lifði í sjó á krítartímanum hefur nú fundist á Spitzbergen í Svalbarðaeyjaklasanum. Skepnan telst ekki til forneðlanna (dynosaurus) heldur annarar gerðar sem nefnist pliosaurus. Hér er um að ræða alveg nýja tegund og hugsanlega nýja ætt þessara sjávarskriðdýra. Af steingervingunum má ráða að skepnan hafi verið a.m.k. 15 metra löng og vegið um 45 tonn. Hauskúpan va Lesa meira

Fuglar glötuðu þumlinum

Lítill fingurköggull úr nýfundnum steingervingi styður þá kenningu að fuglar séu komnir af forneðlum. Beinið er úr eðlu sem verið hefur keimlík strúti og kallast Limusaurus inextricabilis og sýnir að þumalfingurinn hefur verið að hverfa. Í vængjum fugla er ekkert bein samsvarandi þumli, heldur aðeins vísifingri, löngutöng og baugfingri."" Lesa meira

Risafulgar

Það er fallegur sumarmorgun á argentísku sléttunum fyrir 5 milljón árum. Lítill hópur af Brachytherium, spendýrum sem líkjast nokkuð hestum, eru á beit í morgunsólinni. Ekkert dýranna hefur uppgötvað feiknarmikinn ógnarfugl sem leynist þar nærri. Höfuð ránfuglsins hreyfist sitt á hvað í litlum rykkjum til að tryggja nákvæmt mat á fjarlægðinni til bráðarinnar. Skyndilega ræðst fuglinn fram með Lesa meira

Stór risaeðluspor finnast í Frakklandi

1,5 metrar í þvermál. Svo stór eru allmörg fótspor eftir risaeðlur sem tveir franskir áhugamenn hafa nú fundið í grennd við Lyon. Marie-Hélene Marcaud og Patrice Landry eru félagar í vísindafélagi og meðlimirnir hafa lengi leitað að sporum á svæðinu. Og á gönguferð á síðasta ári höfðu þau heppnina með sér. Marcaud og Landry kölluðu strax til sérfræðinga frá Þjóðarrannsóknastofnun Frakklands og Lesa meira

Lítill Velociraptor lifði í Kanada

Þessi segllaga kló er af minnstu ráneðlu sem leifar hafa fundist af í Norður-Ameríku. Steingervingurinn fannst í Kanada. Forneðlan hefur fengið heitið Hesperonychus elizabethae og hún þykir líkjast mjög smærri útgáfu af ráneðlunni Velocipractor. Steingervingurinn er um 75 milljóna ára og vísindamennirnir telja sig geta ályktað að skepnan hafi gengið á tveimur fótum, vegið um 1,9 kg og verið um 50 Lesa meira

Loftslagsbreytingar drápu loðfílana

Kafloðnir mammútar, eða loðfílar, höfðust við á sléttum Norður-Ameríku miklu lengur en talið hefur verið. Þetta sýna rannsóknir á DNA-sameindum sem varðveist hafa í sífreranum í Alaska. Í meira en 100 ár hafa menn deilt um ástæður þess að loðfílar og fleiri stórvaxnar dýrategundir dóu út í lok ísaldar. Á tiltölulega skömmum tíma hurfu um tveir þriðju allra stórvaxinna spendýrategunda í Norður- Lesa meira

Ættfaðir hvítháfsins er fundinn

Vel varðveittur steingervingur sannar nú að hinn ógnvænlegi hvítháfur er kominn af makóháfinum, en sú tegund lifir enn. Þetta segja vísindamenn hjá Náttúruminjasafni Flórída. Líffræðingar hafa hingað til ekki vitað með vissu hvort hvítháfurinn væri afkomandi makóháfsins eða hins útdauða megalódons sem varð um 20 metra langur og stærsti ránfiskur sem nokkru sinni hefur farið um heimshöfin. M.a. Lesa meira

Ný flugeðla fyllir upp í gat

Í Kína hafa nú verið grafnar upp allmargar næstum heilar beinagrindur af áður óþekktri flugeðlu sem uppi hefur verið fyrir um 160 milljónum ára. Eðlurnar fundust í Liaoning-héraði af steingervingafræðingum, m.a. hjá kínversku jarðfræðivísindaakademíunni í Beijing og hafa fengið tegundarheitið Darwinopterus modularis. Flugeðlur, eða petrosaurus-eðlur, voru náskyldar öðrum forneðlum og lifðu fyrir Lesa meira

Elstu fótsporin fundin í Kenya

Steingervingafræði Skammt frá þorpinu Illeret við Turkana-vatn í Norður-Kenya hefur lítill hópur forsögulegra frummanna á göngu skilið eftir sig meira en 30 fótspor í steinrunnum leir. Sporin eru frá mikilsverðu tímabili í þróunarsögunni – þegar ætt manna, Homo, var að þróast og leggja undir sig landið á tveimur fótum. Hvaða tegund frummanna hefur verið hér á ferð er ógerlegt að segja með neinn Lesa meira

Eðlukjálki afhjúpar átvenjur

Elfting gæti hafa verið á matseðlinum hjá eðlum af ættinni Hadrosaurus í síðari hluta krítartímans, fyrir um 67 milljón árum. Þetta segja nú vísindamenn við Leicesterháskóla í Englandi, en þeir hafa rannsakað kjálkasteingerving frá Kanada í rafeindasmásjá. Greining leiðir í ljós fíngerðar rispur, líklega eftir sandkorn. Það bendir til að dýrið hafi étið plöntur sem bíta þurfti alveg upp úr jörðinn Lesa meira

Flestar risaeðlur voru fiðraðar

Undraverður fundur í Kína á lítilli plöntuétandi risaeðlu með frumstæðar frumfjaðrir bendir til að flestar smærri risaeðlur hafi verið þaktar fjaðrahami. Allt fram á síðasta áratug liðinnar aldar töldu steingervingafræðingar að fjaðrir fyndust einungis hjá fuglum og að þróun þeirra næði aðeins aftur að fyrsta fuglinum, Archaeopteryx, sem var uppi fyrir 115 milljón árum. En á síðustu árum hefur röð Lesa meira

ARDI sýnir okkur hver við vorum

Hvaðan komum við? Menn hafa alltaf verið hugfangnir af þessari spurningu og með uppgötvun Ardis hafa vísindamenn komist einu skrefi nær svarinu. „Þetta er það sem við höfum komist næst því að finna síðasta sameiginlega forföður manna og simpansa,“ segir steingervingafræðingurinn Tim White sem er einn af forystumönnum Mið-Awash-verkefnisins, sem nú hefur verið unnið að í næstum 20 ár. Verkefnið d Lesa meira

Í heimi risanna

Evrasía Meira en helmingur meginlandsins var stundum á tímaskeiðinu pleistósen hulið ís. Loftslagið var miklu kaldara og þurrara en nú á dögum þrátt fyrir að víðsvegar væri að finna mikil vötn. Gróðurfar var sem er nú á steppum og skógar algengir á suðlægari slóðum. Milli ísaldanna uxu þó jafnvel skógar á norðlægari svæðum. Loðfíll Mennirnir réðu niðurlögum risafílanna Stærð: Loðfílar voru Lesa meira

220 milljón ár - og enn í toppformi

Krókódílar leyndust undir eyðimerkursandinum. Sahara geymir steingervinga af furðulegustu krókódílategundum. Háfættir krókódílar með fæturna lóðrétt undan líkamanum eins og spendýr er ein þeirra tegunda sem líkist hreint ekki þeim krókódílum sem við þekkjum nú á dögum. Frá 1997 hefur teymi vísindamanna leitt af bandaríska steingervingafræðingnum Paul Serrano rannsakað þessi sérkennilegu dýr og h Lesa meira

Tólf ára telpa fann steingerving af risaeðlu

Þegar Mary Anning (1799 – 1847) var aðeins tólf ára gömul fann hún beinagrind af merkilegu sjávarskrímsli – næstum 6 metra löngu kvikindi sem líktist krókódíl og lá varðveitt í setlögum austan við litla suðurenska þorpið Lyme Regis. Þetta reyndist fyrsta fullkomna beinagrind af fiskeðlu – eða ictyosaurus – sem hafði fundist og kynnti heim risaeðlanna fyrir fræðimönnum. Fundurinn var upphaf á e Lesa meira

DNA steingervinga greint með nýrri aðferð

Steingervingafræði Kristallar með vel varðveittu erfðaefni í steinrunnum beinaleifum glæða nú vonir um að hægt verði að ákvarða skyldleika milli löngu horfinna dýra og manna af mikilli nákvæmni. Yfirleitt er erfðaefnið fljótt að brotna niður í rotnunarferlinu en nú hafa vísindamenn, m.a. hjá Weizmann-vísindastofnuninni í Ísrael uppgötvað að erfðaefni finnst einnig í steinefnakristöllum sem myndas Lesa meira

Fornkrókódílarnir konungar hafsins

Steingervingafræði Í Patagóníu í Suður-Argentínu hafa vísindamennirnir fundið steingerða hauskúpu af áður óþekktum forsögulegum krókódíl sem hefur herjað í höfunum fyrir um 135 milljónum ára. Skepnan, sem nú hefur hlotið latneska heitið Dakosaurus andiniensis, virðist eins konar blanda af kródódíl og Tyrannosaurus-eðlu. Hauskúpan er um 80 sm löng og vísindamennirnir telja að skrokkurinn hafi v Lesa meira

12 milljón ára gamalt líf í rafi

Steingervingafræði Steingervingafræðingar í Perú hafa nýlega fundið rafklumpa sem innihalda afar vel varðveittar leifar smádýra og plantna. Áætlað er að rafið sé 12 - 15 milljón ára gamalt og hér er að finna steingervinga af býflugum, vespum, flugum, mýi, bjöllum, maurum og blóðmaurum - og að auki smásæjar leifar frjokorna, sveppa, mosa, þörunga, baktería og spora. Þannig hafa vísindamennirnir fu Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.