Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Galilei uppgötvaði Neptúnus þegar árið 1613

Ysta reikistjarna sólkerfisins, Neptúnus, fannst árið 1846. Þetta hafa stjörnufræðingar hingað til álitið fyllilega staðfest. En ítarleg athugun á 400 ára gömlum glósum ítalska vísindamannsins Galileos Galilei bendir nú til að hann hafi uppgötvað Neptúnus þegar árið 1613. Ástralski eðlisfræðingurinn David Jamieson við Melbourneháskóla hefur komist að því að Galileo hafði fundið himinhnött sem hvergi var að finna á neinum stjörnukortum. Nánari útreikningar hafa svo leitt í ljós að þetta hefur verið Neptúnus. Í athugasemd frá 1613 sést að Galileo hefur tekið eftir að „stjarnan“ hafði í janúar færst til miðað við aðra stjörnu í grenndinni. Þessi uppgötvun kom honum til að fletta til baka í athuganabók sinni og bæta þar inn greinilegum, svörtum depli. Lesa meira

Greinalisti

Eru litirnir í geimmyndum ekta?

Hinir skæru litir sem við fáum stundum að sjá á myndum sem t.d. eru teknar frá Hubble-geimsjónaukanum, eru ekki alltaf í fullu samræmi við það sem við myndum sjá með eigin augum. Stundum nota stjörnufræðingarnir gerviliti til að draga fram ákveðin atriði sem mannsaugað fær ekki greint með öðru móti. Myndavél Hubble-sjónaukans er fær um að fanga alla liti sem mannsaugað greinir og til viðbótar marg Lesa meira

Stefnan tekin á loftsteinana

Obama Bandaríkjaforseti hefur háar hugmyndir um framtíð geimferða: „Árið 2025 vænti ég þess að við höfum í fyrsta sinn tilbúið geimskip sem ætlað er til að flytja menn um lengri veg en til tunglsins. Við byrjum á að láta menn lenda á stórum loftsteini í fyrsta sinn í sögunni. Upp úr 2030 geri ég ráð fyrir að við getum sent mannað geimfar á braut um Mars. Í kjölfarið fylgir svo lending manna á Mars Lesa meira

Hættulegur fjallaakstur

David Scott getur ekki ímyndað sér nokkurn ævintýralegri stað fyrir lendingu á tunglinu en við rætur hins fjögurra kílómetra háa Hadley-fjalls. Þegar við aðflugið yfir Appenniner-fjöllum eru hann og félagi hans James Irwing algerlega heillaðir af fegurð hálendisins. Og nú þegar hann sem sjöundi maður í sögunni undirbýr sig fyrir að stíga fæti í tunglrykið, finnst honum þetta vel þekkta en engu að Lesa meira

Rússi lýsti geimflaug í smáatriðum strax 1903

Konstantin Tsiolkovskji (1857-1935) var frumkvöðull á sviði þróunar eldflauga og geimrannsókna. Strax árið 1903 lýsti hann því í ritsmíð hvernig hægt væri að yfirvinna þyngdaraflið og komast á braut um jörðu með því að nota fjölþrepa eldflaug sem m.a. væri knúin fljótandi súrefni – rétt eins og Bandaríkjamenn gerðu 65 árum síðar í Apollo-geimferðunum. Tsiolkovskji hélt sig þó einvörðungu við fr Lesa meira

Risastór geimslanga sveiflar gervihnöttum

Geimferðir Evrópska geimferðastofnunin ESA hefur nú tekið stórt skref í þróun hinnar svokölluðu geimslöngu. Þessi slöngvivaður er að mestu leyti löng lína á braut um jörðu, en henni er ætlað að slöngva gervihnöttum út í geiminn af miklu öryggi og með lágum tilkostnaði. Í framkvæmd er reyndar nokkuð erfitt að koma upp geimslöngu. Eitt erfiðasta vandamálið er einmitt fólgið í því að leggja svo lang Lesa meira

Mars er með mikið af ís undir yfirborðinu

Enginn vafi leikur á að ís er að finna á Mars. Stjörnufræðingar geta beinlínis séð hvítan ísinn á pólunum þar sem hann liggur í margra metra lagi. En nú hefur geimkanninn Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) einnig fundið ís nær miðbaug Mars á breiddargráðu sem hér á jörðu samsvarar suðurhluta Evrópu. Ísinn liggur mörg hundruð metra undir yfirborðinu á svæðinu Deuteromilus Mensai sem er á 42,4° Lesa meira

Nú eiga eldflaugar að sigla til jarðar

Gamlar skotflaugar eru til vandræða í geimnum þar sem þær hringsóla nú um jörðu ásamt öðru geimrusli og valda hættu á árekstrum við t.d. gervihnetti. En nú hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu EADS Astrium, sem framleiðir evrópsku eldflaugina Ariane 5, stungið upp á óvæntri lausn: Á eldflaugarnar má einfaldlega setja segl. Hlutar þeirra eldflauga sem notaðar eru til að skjóta upp gervihnöttum, geta Lesa meira

Heill her af vitvélum rannsakar geiminn

Það mun ekki líða langur tími til þar til hvers kyns tæki, búin gervigreind, fljúga, svífa, ganga og grafa á framandi himinhnöttum og hafa samtímis innbyrðis tjáskipti hvert við annað. Þetta segja eðlisfræðingarnir Wolfgang Fink og félagar hans hjá Tæknistofnun Kaliforníu í Pasadena, sem komið hafa upp prófunarbrautum til tilrauna með gervigreindarþjarka. Nú eru framandi hnettir kannaðir með li Lesa meira

Pappírsflugvél í geimferð

Geimferðir Flugverkfræðingur við háskólann í Tokyo hyggst nú biðja næsta japanska geimfarann að taka með sér 100 pappírsflugvélar og kasta þeim út úr alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta hljómar óneitanlega sem einhvers konar brandari, en tilraunin er reyndar gerð í fyllstu alvöru, því vísindamennirnir hyggjast þróa lítil og létt geimför sem snúið geti aftur til jarðar. Það er prófessorinn Shinji Su Lesa meira

Í kappi við tímann

Það eru slæmar fréttir sem læknar NASA færa hinum 36 ára Kenneth Mattingly í apríl 1972: Úr blóðprufu frá þessum verðandi geimfara hafa þeir fundið aukið magn galllitarefnis – merki um að hann kunni að vera með sýkingu í lifur. Með einungis tvær vikur í geimskot eru þetta hörmulegar fregnir og í annað sinn á einungis tveimur árum eru fyrirætlanir Mattinglys í uppnámi. Vorið 1970 þurfti hann að vík Lesa meira

Hvað gerist ef skotið er af skammbyssu í geimnum?

Það er ekki að ástæðulausu sem skotvopn eru bönnuð í geimnum. Ef geimfari hleypti af skammbyssu t.d. í ISS-geimstöðinni, yrðu afleiðingarnar allt aðrar en þær sem við þekkjum á jörðinni. Sjálfur myndi geimfarinn kastast aftur á bak af miklum krafti og myndi að öllum líkindum skaddast alvarlega af árekstri sínum við vegg eða einhver þeirra fjölmörgu tækja sem eru um borð. Og hugsanlegt fórnarlam Lesa meira

Hver myndaði Neil Armstrong?

Þegar geimfarinn Neil Armstrong prílaði niður stigann niður á yfirborð tunglsins, kveikti hann sjálfur á lítilli tökuvél sem fest var á hlið lendingarfarsins Arnarins. Það var frá þessari vél sem heimsbyggðin fékk að sjá hinar frægu myndir af Armstrong stíga fæti á tunglið sumarið 1969. Neil Armstrong stóð svo tilbúinn með þessa sömu myndavél þegar félagi hans, Edwin „Buzz“ Aldrin kom niður sti Lesa meira

Glæstur endir

Skerandi þrumugnýr og hvítglóandi ský af gasi og logum auðkennir upphafið á hinum glæsta endi Apollo-leiðangranna. Klukkan er 0,33 þegar Saturn V-eldflaug leysir úr læðingi sína gríðarlegu krafta í næturmyrkrinu, þann 7. desember 1972. Stórbrotin sjón fyrir fjölmarga áhorfendur og uppfylling drauma þriggja geimfara um borð. Gene Cernan, Ron Ewans og Harrison Schmitt hafa verið valdir í það tríó Lesa meira

Nú eiga sólarsegl að knýja geimför

Gamall geimferðadraumur er nú loks að verða að veruleika: geimför sem knúin verða áfram af orkunni frá ljóseindum sólarinnar þegar þær skella á næfurþunnri seglhimnu. Einkafyrirtækið „The Planetary Society“ sendi reyndar árið 2005 á loft gervihnött með sólarsegli, en galli í rússnesku eldflauginni sem átti að koma honum upp leiddi til þess að tilraunin rann út í sandinn. En nú er sem sagt komið Lesa meira

Er hægt að ferðast til annarra sólkerfa?

Fræðilega séð er mögulegt að ferðast milli sólkerfa en í veruleikanum má kalla það ógerlegt fyrir mannað geimfar. Nálægustu stjörnur eru milljónum sinnum fjær okkur en Mars og jafnvel með allra nýjustu tækni tekur Mars-ferð nokkra mánuði. Ef við margföldum þetta með aðeins einni milljón er ferðatíminn farinn að mælast í þúsundum ára. Ef við ímyndum okkur 2.000 tonna geimskip sem næði tíunda hlu Lesa meira

Stofufangelsi fyrir geimfara

Cyrille Fournier var ekki í vafa, þegar hann steig út úr geimfarslíkaninu sem hann hafði varið 105 dögum í, ásamt fimm öðrum. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn. Þetta voru einmitt þau viðbrögð sem sálfræðingar höfðu vonast eftir, þegar tilrauninni var hrint af stað þann 31. mars. Það að allir þátttakendur skyldu ljúka við tilraunina og væru meira að segja tilbúnir til að endurtaka ha Lesa meira

Japanir sækja orku út í geim

Árið 2040 hyggjast Japanir skjóta á loft gervihnetti sem fangar sólskin í geimnum og sendir orkuna til jarðar í örbylgjuformi. Gervihnötturinn á að vera á staðbrautinni í 36.000 km hæð yfir miðbaug þar sem hann verður því sem næst stöðugt baðaður í sólskini. Þar eð örbylgjur berast vandræðalaust gegnum ský verður með þessu móti unnt að tryggja orkuvinnslu óháð veðri. Gríðarstórt kerfi loftneta á Lesa meira

Hversu lengi lifði geimtíkin Laika?

Tíkin Laika, sem skotið var út í geiminn um borð í Spútnik 2. í nóvember 1957, drapst úr hita og streitu fáeinum klukkustundum eftir geimskotið. Spútnik 2. var skotið á loft aðeins mánuði á eftir Spútnik 1. Öllum undirbúningi var hraðað sem framast var kostur og mönnum var því fullljóst að ekki yrði unnt að ná tíkinni aftur til jarðar. Engu að síður var ætlunin að gera henni lífið sæmilega bæri Lesa meira

Klæddir fyrir hvaða aðstæður sem er

NASA hefur nú í hyggju að þróa nýja geimbúninga í fyrsta sinn í ríflega tuttugu ár. Um er að ræða tvær gerðir af geimbúningum og er ætlunin að önnur verði notuð í Orion-geimskipinu, sem væntanlegt er, og hin í tunglstöðinni, sem einnig er fyrirhuguð. Tunglbúningurinn verður mikil áskorun, tæknilega séð, því nú er vitað hve litlu mátti muna að gömlu Apollo-búningarnir gæfu sig eftir aðeins þriggja Lesa meira

Nýfundin pláneta með miklu vatni

Nýuppgötvuð pláneta er svo lík jörðinni að hún er nefnd „Ofur-Jörð“. Plánetan er að mestu úr vatni sem að líkindum er frosið. Umhverfis plánetuna, sem fengið hefur heitið GJ 1214b, er 200 km þykkt og afar þétt gufuhvolf, sem einkum er úr vetni og helíum. Plánetan er of heit til að halda í gufuhvolf og stjörnufræðingarnir gera því ráð fyrir að það hafi annað hvort myndast mjög nýlega eða endurnýis Lesa meira

Lending í blindni

3 dögum, 10 tímum og 53 mínútum eftir að Apollo 11 hafði verið skotið upp í hvítglóandi eldstrók frá Kennedyhöfða í Flórída hrópa Edwin "Buzz" Aldrin frá sér numinn: "Ég get séð hann! Ég get séð allan lendirgarstaðinn héðan."" Lesa meira

Til Mars á 39 dögum

Af hverju að eyða hálfu ári í Marsferð ef hægt er að komast þangað á 39 dögum? Í samvinnu NASA og fyrirtækisins Ad Astra Rocket Company á nú að smíða öflugan fareindahreyfil sem gæti gerbreytt geimferðum. Í geimferðum er megninu af eldsneytinu eytt í að koma geimfarinu frá jörðu og út í geiminn. Eftir það þarf að fara sparlega með og hraðinn verður því takmarkaður. Fareindahreyfill virkar þverö Lesa meira

Nýr sjónauki mælir mestu orku alheims

Fyrir meira en 7 milljörðum ára gerðust firn mikil í fjarlægri stjörnuþoku. Rétt eins og margar aðrar stjörnuþokur hafði þessi stórt svarthol í miðju sinni sem gleypti í sig gríðarlegt magn efnis frá stjörnuþokunni. Reyndar var þetta svarthol umlukið gríðarlegri aðsópsskífu efnis og gass. Rétt eins og þegar vatn rennur úr baðkari var efnið úr skífunni sogað niður í svarthol. Eftir því sem efnið ná Lesa meira

Lostinn eldingu

Nístandi nóvemberúrhellið dynur á Apollo 12 geimfarinu og sendir bylgjur af vatni yfir stjórnfarið Yankee Clipper á toppi hinnar voldugu Satúrnus 5 eldflaugar. Geimfararnir þrír reyna að láta sér þetta í léttu rúmi liggja - allt frá því um morguninn hefur frestunin hangið eins þungt yfir þeim og skýin yfir Kennedy Space Center. Í átta mánuði hafa Pete Conrad, Dick Gordon og Alan Bean Lesa meira

Nú ætlar Evrópa að eignast geimferju

Fjölmargir gervihnettir fyrir rannsóknir, veðurathuganir og fjarskipti bíða í áraraðir þess að komast á loft, þar sem núverandi geimflaugar anna ekki eftirspurninni. Auk þess er afar kostnaðarsamt að senda gervihnött á braut um jörðu. Þúsundir tæknimanna þarf til að sinna núverandi geimferjum. Burðareldflaugar eru ódýrari, en þær er ekki hægt að nýta aftur, þar sem eldflaugaþrep þeirra brenna upp Lesa meira

Úr geimnum til jarðar

Hvað eiga lending geimfars á Títan og poki af kartöfluflögum sameiginlegt? Ekki neitt er auðvitað fyrsta svarið sem manni dettur í hug. Staðreyndin er þó sú að þýsku geimiðnaðarfyrirtæki tókst að tengja þetta tvennt saman. Hjá Hyperschall Technologie Göttingen starfa menn við það dagsdaglega að þróa stærðfræðilíkön um hegðun geimskipa við lendingu t.d. á Títan, stærsta tungli Satúrnusar og nota m. Lesa meira

Indverjar lyfta hulunni af geimferðaáætluninni

Geimferðir Indverjar hafa nú veitt umheiminum innsýn í áætlanirnar um fyrsta mannaða geimskip sitt – þriggja tonna hylki með rými fyrir þrjá geimfara, ásamt þjónustueiningu með ýmsum rafeindabúnaði, stýriflaugum og hemlunarflaugum. Geimskipið á í fyrstu að fara á braut um jörðu í 400 km hæð, en síðar á að þróa það áfram þannig að einnig verði unnt að tengja það við önnur farartæki í geimnum. Bæ Lesa meira

Heyrnarlaus aðstoðarkona bjó yfir snilligáfu

Henrietta Leavitt (1868-1921) var í lok 19. aldar ráðin að Harvard-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hún átti að flokka ljósmyndir af stjörnuhimninum. Hún var því nær heyrnarlaus, en reyndist búa yfir ótrúlegri hæfni til að lesa í stjörnumyndir. Leavitt kom sér upp ákveðinni tækni til að mæla ljósstyrk einstakra stjarna. Hún rannsakaði síðan svonefnda sefíta, stjörnur með mjög reglulegri birtus Lesa meira

Hve margir hafa farið út í geim?

512 manns frá 38 löndum hafa farið út í geim. Til að teljast með, þarf maður að hafa farið í 100 km hæð. Lesa meira

Geimfar í nauðum

Jim Lowell flugstjóri er víðförlasti maður heims. Í þrem geimferðum sínum hefur þessi 42 ára geimfari lagt að baki um 11 milljón km og verið samanlagt 572 tíma í geimnum. Þetta vorkvöld árið 1970 er hann á leiðinni í sína fjórðu og – eftir all nokkra umhugsun – sína síðustu ferð sem mun ljúka ferli hans sem geimfara: þriðju lendingu í sögunni á tunglinu. Fyrir leiðangurinn hafa blaðamenn í síf Lesa meira

Hópferðir út í geim

Nyrst í Svíþjóð, 145 km norðan við heimskautsbauginn, er að finna bæinn Kiruna sem er einna þekktastur fyrir járnnámur sínar. En brátt mun hróður Kiruna aukast. Það er nefnilega fyrirhugað að byggja fyrsta geimflugvöll Svíþjóðar þar. Hann á að heita Spaceport Sweden og verður einn af þeim brottfararstöðum sem fyrirtækið Virgin Galatics hyggst nota fyrir geimferðamennsku sína. Geimferðalangar sem h Lesa meira

Gleymdur tunglbíll kemur að góðu haldi

Þann 17. nóvember 1970 lenti rússneski tunglbíllinn Lunokhod 1 á tunglinu. Þetta var fyrsta vitvélin sem send var til annars hnattar og þessi litli, sjálfvirki bíll ferðaðist um á tunglinu og tók þar myndir í heilt ár, áður en sambandið við hann rofnaði. En sögu Lunokhods 1 reyndist ekki þar með lokið, því nú hefur hópi vísindamanna hjá Kaliforníuháskóla í San Diege tekist að finna hann. Vísindame Lesa meira

Spennuþrungin geimferð

Stuart Roosa er lýsandi dæmi um hvernig æfingin skapar meistarann: Í 19 langa mánuði hefur hann æft samtengingu milli stjórnfars Apollos og tunglferjunnar í flughermi og sú aðgerð er honum smám saman svo í blóð og merg runnin að hann hefur sett met í lítilli eldsneytisnotkun. Í öllu falli á jörðinni. Roosa vonast til að geta endurtekið afrekið úti í geimnum og ríflega fjórum og hálfum tíma eftir Lesa meira

Hvers vegna fljúga geimferjur á hvolfi?

Það er rétt að 20 sekúndum eftir flugtak er geimferjunni snúið á hvolf. Til þess eru notaðar 38 litlar stýriflaugar. Þetta er m.a. gert til að létta álagi á nef og stél þegar ferjan sker sig upp í gegnum neðri hluta gufuhvolfsins á miklum hraða, en einnig til að tryggja áhöfninni sýn að sjóndeildarhring, ef til þess kæmi að nauðlenda þyrfti ferjunni. Þegar geimferjan er komin á braut um jörðu e Lesa meira

Aftur til tunglsins

Geimfarinn Eugene Cernan var síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið. Þann 14. desember 1972 steig hann inn í lendingarfarið og lenti heilu og höldnu á jörðinni fimm dögum síðar. Þar með hafði punkturinn verið settur aftan við ferðir manna til tunglsins - í bili. Árið 2004 tilkynnti Bush Bandaríkjaforseti að Bandaríkjamenn hyggi nú á endurkomu til þessa nágrannahnattar. Fyrstu geimfararnir eiga Lesa meira

Hvernig er hæð mæld á öðrum hnöttum?

Á öðrum reikistjörnum, þar sem ekki er unnt að miða við yfirborð sjávar, er nauðsynlegt að finna einhvers konar meðalhæð á hnettinum til viðmiðunar. Í þeim tilgangi eru gerðar hæðarmælingar með leysi eða radar. Á Mars hefur hæðarmunur verið mældur mjög nákvæmlega frá gervihnettinum Mars Global Surveyor. Á grundvelli mælinga með leysitækinu “Mars Orbiter Laser Altimeter” var hægt að ákvarða meðalge Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.